Strætóskólinn : greinargerð og námsefni fyrir börn á aldrinum 10-12 ára

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. – gráðu í kennarafræðum, á grunnskólakjörsviði, við Háskólann á Akureyri. Umfjöllunarefni hennar er nýtt námsefni sem heitir Strætóskólinn. Námsefni þetta er búið til fyrir nemendur á aldrinum 10 - 12 ára og er markmiðið að gera börn á þessum aldri að sjálfstæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sunna Sæmundsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/39009
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. – gráðu í kennarafræðum, á grunnskólakjörsviði, við Háskólann á Akureyri. Umfjöllunarefni hennar er nýtt námsefni sem heitir Strætóskólinn. Námsefni þetta er búið til fyrir nemendur á aldrinum 10 - 12 ára og er markmiðið að gera börn á þessum aldri að sjálfstæðum notendum í strætó. Í ritgerðinni er fjallað um sjálfbærni og sjálfbæra þróun og ýmislegt sem að henni snýr. Má sem dæmi nefna námskenningar og kennsluaðferðir og er þá farið sérstaklega í kenningar John Dewey og Lev Vygotsky en einnig er komið inn á flokkun Ingvars Sigurgeirssonar á kennsluaðferðum. Fjallað er um þá grunnþætti menntunar og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Strætóskólinn snertir sérstaklega og fjallað er stuttlega um almenningssamgöngur á Íslandi. Í lokin er svo Strætóskólinn settur fram en í honum sést kennsluskipulag fyrir hverja kennslustund fyrir sig. Allt umfjöllunarefni þessarar ritgerðar tengist Strætóskólanum á einn eða annan hátt. This thesis is a final assignment for a B.Ed- degree in elementary school teacher education from the University of Akureyri. The topic of the thesis is a new project called the Bus-school. This assignment is made for students from the age of 10 - 12 and the goal is to teach these children to be independent when it comes to riding the bus. In this thesis the author addresses sustainability and sustainable development and things related to those topics. For example, in one chapter, learning theories and teaching methods are especially discussed plus Ingvar Sigurgeirsson‘s sorting system of teaching methods. The author also addresses the basic elements of education as they are published in the national curriculum guide for elementary schools as well as the global goals adopted by the United Nations. Also, there is a chapter about public transport in Iceland. The last chapter is the Bus-school itself where you can read the teaching plan for each and every lesson. Every topic of this thesis is related to the Bus-school in one way or another.