Skólahald í Eyjafirði árin 1908-1920

Þegar komið var fram á 20. öld var engin skólaskylda á Íslandi. Fram að því áttu börn að læra að lesa, skrifa og reikna á heimilum sínum. Prestar höfðu eftirlit með kennslunni og var skólakerfið veraldlegt. Fræðslulögin 1907 mörkuðu tímamót í menntun Íslendinga. Þá var í lög sett að öll börn skyldu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Andri Freyr Björgvinsson 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38997
Description
Summary:Þegar komið var fram á 20. öld var engin skólaskylda á Íslandi. Fram að því áttu börn að læra að lesa, skrifa og reikna á heimilum sínum. Prestar höfðu eftirlit með kennslunni og var skólakerfið veraldlegt. Fræðslulögin 1907 mörkuðu tímamót í menntun Íslendinga. Þá var í lög sett að öll börn skyldu ganga í skóla á aldrinum 10-14 ára. Misjafnt var á milli hreppa hvernig skólahaldi var háttað og hversu vel þeir voru tilbúnir fyrir lagasetninguna. Í Eyjafirði, líkt og annars staðar, sóttu flest börn annað hvort fasta skóla eða farskóla. Í þessu verki verður stiklað á stóru í skólamálum Íslendinga fram til fræðslulaganna 1907. Þá skal sjónum beint að því hvernig skólahald var í Eyjafirði á fyrstu árum skólaskyldu. Athugað var hvernig skólahald þróaðist í einstaka hreppum Eyjafjarðar og hvernig kennslu var háttað. Áhersla var lögð á að athuga hvaða námsgreinar voru kenndar í skólunum. Niðurstöður eru þær að á tímabilinu 1908-1920 voru fjögur skólahéruð í Eyjafirði og níu fræðsluhéruð. Í skólahéruðunum störfuðu fastir skólar, auk farskóla sumstaðar, en í fræðsluhéruðunum voru aðeins farskólar. Í Saurbæjarhreppi, Öngulsstaðahreppi og Öxnadalshreppi féll opinbert skólahald niður um tíma, einn vetur í senn. Í mörgum farskólum voru kenndar fleiri námsgreinar en lög gerðu ráð fyrir. Sú aukanámsgrein sem kennd var í flestum skólum var söngur. Saga var lögboðin grein í föstum skólum en ekki í farskólum en engu að síður var hún kennd í mörgum þeirra. Það var með öllu móti hvernig skólahald var í Eyjafirði á þessum árum. Annar áratugur 20. aldar var áratugur áfalla og vitaskuld hefur ekki verið einfalt að vinna að framgangi menntunar hér á landi. Aukin menntun Íslendinga gagnaðist þjóð sem var í sjálfstæðisbaráttu og ætlaði sér að sækja fram. In the beginning of the 20th century there was no compulsory schooling in Iceland and children were supposed to learn to read, write and do arithmetic at their homes. Priests monitored the teaching and the school system was mostly secular. The Education Act of 1907 marked a milestone in ...