„Nemandi í vanda er alltaf í huga manns og hjarta.“ : verklag varðandi tilkynningar til barnaverndar frá grunnskóla

Ritgerð þessi er prófverkefni til B.Ed-gráðu í kennarafræði á grunnskólakjörsviði við Háskólann á Akureyri. Í henni er fjallað um rannsókn, sem framkvæmd var á vorönn 2021, þar sem leitast var eftir að kanna verklag um tilkynningar til barnaverndar í tveimur grunnskólum á Suðurlandi. Kennarar eru of...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aðalheiður Anna Erlingsdóttir 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38992
Description
Summary:Ritgerð þessi er prófverkefni til B.Ed-gráðu í kennarafræði á grunnskólakjörsviði við Háskólann á Akureyri. Í henni er fjallað um rannsókn, sem framkvæmd var á vorönn 2021, þar sem leitast var eftir að kanna verklag um tilkynningar til barnaverndar í tveimur grunnskólum á Suðurlandi. Kennarar eru oftar en ekki þeir fyrstu til að verða varir við að uppeldisskilyrði og umönnun barna sé ábótavant. Því þurfa þeir að vera meðvitaðir um ólíkar birtingarmyndir, einkenni og afleiðingar af ofbeldi og/eða vanrækslu. Í ritgerðinni er farið yfir skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnavernd, langtímaáhrif ofbeldis og/eða vanrækslu í æsku, stöðu erlendra barna sem dvelja í Kvennaathvarfi Reykjavíkur til lengri eða skemmri tíma ásamt tilkynningarskyldu og hlutverki skólans. Þetta er gert til að varpa ljósi á þær ólíku birtingarmyndir, einkenni og afleiðingar þess að búa við ofbeldi og/eða vanrækslu. Í rannsókninni var leitast eftir svörum við hvort skýrt verklag væri í skólunum tveimur, hvert verklagið sé ef það er til staðar, hvað eigi að tilkynna til barnaverndar og hvað þurfi að koma fram í tilkynningunni ásamt því að leitast var eftir að kanna hvort svigrúm sé til úrbóta á verklagi varðandi samstarf félagsþjónustu, skólaþjónustu og barnaverndar. Rannsóknin er blanda af megindlegri og eigindlegri aðferðafræði. Helstu niðurstöður sýndu að meirihluti þátttakenda telur að skýrt verklag sé í skólunum tveimur. Hins vegar er ekki samhljómur um hvað tilkynning til barnaverndar eigi að innihalda, hvað eigi að tilkynna eða hvert nákvæmlega verklagið sé. Svo hægt sé að tryggja snemmtæka íhlutun í aðstæður barna sem búa við ofbeldi og/eða vanrækslu þurfa kennarar að geta gengið að skýru verklagi svo ferli tilkynninga til barnaverndar gangi hratt og örugglega fyrir sig. This thesis is an examination paper for a B.Ed. degree in pedagogy at the University of Akureyri. It discusses a study, carried out in the spring semester of 2021, that sought to examine work procedures for notifications to child services in two primary schools in ...