Eastern European women in Akureyri

Innflytjendum hefur fjölgað á Íslandi síðustu tvo áratugi, sérstaklega frá Austur- Evrópu. Þess vegna hafa nokkrar stefnur varðandi aðlögun innflytjenda verið kynntar. Þær leggja áherslu á íslenska tungu og atvinnuþátttöku. Flestir innflytjendur koma til Íslands til að vinna og dvöl þeirra er oft ál...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Burdikova, Aija, 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:English
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38981
Description
Summary:Innflytjendum hefur fjölgað á Íslandi síðustu tvo áratugi, sérstaklega frá Austur- Evrópu. Þess vegna hafa nokkrar stefnur varðandi aðlögun innflytjenda verið kynntar. Þær leggja áherslu á íslenska tungu og atvinnuþátttöku. Flestir innflytjendur koma til Íslands til að vinna og dvöl þeirra er oft álitin tímabundin bæði af innfæddum og innflytjendunum sjálfum. Samþætting hefur jákvæð áhrif fyrir innflytjendur en er aðeins möguleg þegar bæði innflytjendur og innfæddir samþykkja hver annan. Þessi rannsókn skoðar aðlögun Austur-Evrópskra innflytjendakvenna, þar sem skoðað er hvort breyting sé á sjónarmiðum þeirra. Rætt var tvisvar við þær, fyrst árið 2017 og síðan árið 2020. Sjálfsálit þátttakenda var metið til að sjá hvernig það hafði áhrif á líf þeirra. Niðurstöðurnar sýndu litlar breytingar á þessum tíma, jafnvel þó að búist hefði verið við meiri breytingum. Íslenskukunnátta breytti ekki öllu þó að flestir telji að tungumálið sé lykilatriði, betri færni í tungumálinu er sjaldan tengd góðri atvinnu, launum eða almennri ánægju. Þeir sem höfðu lélega íslenskukunnáttu náðu ekki framförum á þessum þrem árum, jafnvel þegar þeim fannst þeir eiga að hafa gert það. Hámenntaðir þátttakendur notuðu sjaldan menntun sína í starfi. Þeir sem voru sjálfstætt starfandi sýndu mesta ánægju með störf þeirra. Félagsleg tengsl milli þátttakenda og Íslendinga voru tiltölulega léleg, aðeins fáir áttu íslenska vini. Ekki sýndu margir stjórnmálum áhuga eða vilja til að gerast íslenskur ríkisborgari. Skammtíma áætlarnir höfðu neikvæð áhrif á ákvarðanir þátttakenda um að læra tungumálið, bæta stöðu þeirra á vinnumarkaði eða stækka tengslanet. Marga skorti hvata til að stíga skref í átt að breytingum. Lítið sjálfsálit hafði neikvæð áhrif á suma þátttakendur og lítillækkandi hegðunarmynstur kom í ljós. Þeir þátttakendur sem höfðu aðlagast best töldu að hlutdrægar skoðanir væru gagnvart innflytjendum frá Austur-Evrópu og vildu ekki einbeita sér að uppruna þeirra. The number of immigrants, especially from Eastern Europe, has been increasing ...