A man's best friend or an even better co-worker? : on how the working dog can be beneficial to the police force in Iceland

Þessi rannsókn miðar að því að öðlast betri skilning fyrir þörfina á lögregluhundum á Íslandi. Það eru tiltölulega fáir lögregluhundar í notkun á Íslandi og er því gott svigrúm til betrumbóta á þeim vettvangi. Á landsbyggðinni, þar sem oft er langt á milli lögreglustöðva, er ekki óalgengt að mjög un...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórður Þorsteinsson 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:English
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38976
Description
Summary:Þessi rannsókn miðar að því að öðlast betri skilning fyrir þörfina á lögregluhundum á Íslandi. Það eru tiltölulega fáir lögregluhundar í notkun á Íslandi og er því gott svigrúm til betrumbóta á þeim vettvangi. Á landsbyggðinni, þar sem oft er langt á milli lögreglustöðva, er ekki óalgengt að mjög undirmannað sé í lögregluliðinu og langt getur verið í næstu aðstoð geta hinir almennu löggæsluhundar (e. General Purpose/General Duty Canine) skipt sköpum og komið inn í myndina sem gríðarleg hjálp og aðstoð við samfélagið í heild. Ekki einungis í löggæslu, heldur einnig við leit og björgun. Þá ber einnig að hafa í huga sálræn áhrif þess að hafa félaga á vaktinni sem hægt er að ræða við um þá fjölmörgu mannlegu harmleiki sem lögreglumenn sjá í sínu starfi og geta ekki rætt við sína nánustu þegar heim er komið. Eins og sést hefur á Austurlandi getur einn hundur aukið málafjölda embættis svo um munar, sé rétt haldið á spöðunum. Öryggið sem fylgir því að hafa þessa almennu lögregluhunda á vöktum þar sem langt er í næstu aðstoð er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir lögreglumenn víðsvegar um landið. Margt er þó umhugsunarvert sem snýr að þessu verkefni og þarf að hugsa um allt frá stöðuveitingum, búnaðarmálum embætta, þar með talið útbúnaði lögreglubifreiða og allt upp í auknar launagreiðslur til þeirra lögregluþjóna sem veljast í verkefnið. This thesis that has been conducted is to better understand the need for canine dogs in Iceland. Only a handful of canines are operational in the country at the moment and could easily be increased. Out in the rural areas of the island there is quite the distance between manned police stations and help might take a while to get to officers that are, unfortunately, sometimes alone on duty. In those cases, General Purpose police canine dogs could increase the security of those officers, along with being a partner to the officers. Policing seems to come down to funding problems, and within one General Purpose police dog it is possible to have many skill sets that would be an asset to that ...