Samskipti lögreglu við fólk með geðraskanir : hvernig má bæta þjálfun lögreglumanna í samskiptum við fólk með geðraskanir?

Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA gráðu í lögreglu- og löggæslufræðum við Háskólann á Akureyri. Leitað verður svara við þremur megin spurningum sem allar tengjast samskiptum lögreglu við fólk með geðraskanir á einhvern hátt, sem eru: 1) Hvert er umfang og eðli samskipta lögreglu við fólk með geðr...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hafdís Smáradóttir 1997-, Sæunn Björk Pétursdóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38953
Description
Summary:Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA gráðu í lögreglu- og löggæslufræðum við Háskólann á Akureyri. Leitað verður svara við þremur megin spurningum sem allar tengjast samskiptum lögreglu við fólk með geðraskanir á einhvern hátt, sem eru: 1) Hvert er umfang og eðli samskipta lögreglu við fólk með geðraskanir? 2) Hvaða viðhorf hefur fólk með geðraskanir og lögregla hvort til annars og hvernig tengist það samskiptum þeirra á milli 3) Hver er núverandi þjálfun lögreglu í að fást við fólk með geðraskanir og eru tækifæri til að bæta þá þjálfun?. Nú á dögum eru störf lögreglunnar orðin erfiðari og mun flóknari en þau voru áður og hefur lögreglan í auknum mæli þurft að sinna verkefnum tengdum fólki með geðraskanir. Markmiðið með þessari ritgerð er að bæta samskipti lögreglu við fólk með geðraskanir og kanna hvort möguleikar séu hérlendis til að bæta þjálfun lögreglu. Skoðuð verður erlend aðferð, sem notuð er við þjálfun, og hugmyndir að útfærslu á slíkri þjálfun fyrir nám hérlendis settar fram. Niðurstöður sem liggja fyrir eru þær að erfitt er að meta umfang og eðli samskipta lögreglu við fólk með geðraskanir þar sem takmarkað er til af gögnum sem það varða. Þau viðhorf sem lögregla og fólk með geðraskanir hafa hvort gagnvart öðru hefur mikil áhrif á gæði samskipta þeirra og góð þjálfun lögreglumanna er grundvöllur fyrir góðum samskiptum þeirra á milli. Lítil áhersla hefur verið lögð á samskipti við fólk með geðraskanir í námskrá lögreglunámsins og eru því þó nokkrir möguleikar til að bæta úr því. Lykilhugtök: Lögregla, geðheilbrigði, geðraskanir, þjálfun, CIT (crisis intervention teams) This thesis is a final project for BA degree in police science from the University of Akureyri. Efforts will be made to answer three main questions that are all related to the police’s communication with people with mental disorders in some way. These questions are: 1) What is the extent and nature of police communication with people with mental disorders? 2) How do people with mental disorders and the police view each other and how ...