"Óvissan er keimlík ofbeldinu" : upplifun brotaþola sem kæra kynferðisbrot af störfum lögreglu

Ekki hafa margar rannsóknir verið framkvæmdar af upplifun brotaþola kynferðisofbeldis á verkferlum lögreglu á Íslandi. Kynferðisofbeldi eru erfið og viðkvæm mál og er brotaþoli að taka stórt skref að kæra brot til lögreglu og greina frá því í smáatriðum. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hve...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ester Rós Celin Brynjarsdóttir 1996-, Rakel Þorsteinsdóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38949
Description
Summary:Ekki hafa margar rannsóknir verið framkvæmdar af upplifun brotaþola kynferðisofbeldis á verkferlum lögreglu á Íslandi. Kynferðisofbeldi eru erfið og viðkvæm mál og er brotaþoli að taka stórt skref að kæra brot til lögreglu og greina frá því í smáatriðum. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig brotaþolar kynferðisofbeldis upplifa verkferla lögreglu. Í rannsókninni var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Tekin voru viðtöl við fjóra brotaþola, þrjá rannsóknarlögreglumenn frá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og verkefnastýru hjá Stígamótum. Spurningar voru fyrirfram ákveðnir ásamt opnum spurningum. Viðtalsrammi fyrir lögreglu var byggður upp á svörum brotaþola og viðtalsrammi fyrir Stígamót var byggður á bæði svörum brotaþola og lögreglu. Í þessari ritgerð er rætt almennt um kynferðisofbeldi, úrræði fyrir brotaþola kynferðisbrota, sálræn áföll og afleiðingar þess, sjálfræði í ákvarðanartöku lögreglu, staðalímynd að hinu fullkomnu fórnarlambi og brot á réttlátri málsmeðferð. Í niðurstöðum er farið yfir brotalamir og gagnrýni á verkferlum, jákvæða reynslu af störfum lögreglu og óvissu sem brotaþolar upplifðu í kæruferlinu. Allir brotaþolar upplifðu skýrslutöku hjá lögreglu góða og var almennt góð upplifun af öllum beinum samskiptum við lögreglu. Áhyggjuefni er að verkferlar lögreglu í kynferðisbrotamálum hafa ekki verið uppfærðir síðan árið 2007. Einnig er áhyggjuefni hversu undirmönnuð rannsóknardeild kynferðisbrota er miðað við fjölda tilkynntra mála á ári hverju og að framvinda mála tekur langan tíma sem hægt er að rekja til lítils fjármagns sem berst til þessarar deildar. Aðalgagnrýni á störf lögreglu var mikil óvissa um stöðu mála og langur málsmeðferðartími. There has not been a lot of research done on how survivors of sexual violence feel about police protocol in sex crime cases in Iceland. Sexual violence is a difficult and sensitive subject and survivors are taking a big step when reporting it and describing the crime in detail. The main goal of this research was to ...