„Ég er svo nett, að ég er ógeðslega nett“ : upplifun kvenrappara á fjölmiðlaumfjöllun

Í dægurlagatónlist samtímans er rapp orðið miðlægt. Á Íslandi má tala um tvær bygjur rapps og fer þeirri seinni senn að ljúka. Aðrar tónlistarstefnur eru farnar að ryðja sér til rúms og tónlistarfólk sem áður var í rappi er nú orðið poppaðra. Seinni bylgja íslensks rapps hófst árið 2015 og hafa rapp...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Óli Valur Pétursson 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38933
Description
Summary:Í dægurlagatónlist samtímans er rapp orðið miðlægt. Á Íslandi má tala um tvær bygjur rapps og fer þeirri seinni senn að ljúka. Aðrar tónlistarstefnur eru farnar að ryðja sér til rúms og tónlistarfólk sem áður var í rappi er nú orðið poppaðra. Seinni bylgja íslensks rapps hófst árið 2015 og hafa rappkonur þar verið sýnilegri en áður. Markaðsmiðlun og götublaðavæðing hefur haft áhrif á fjölmiðlaumhverfið á Íslandi. Það hefur haft áhrif á menningarumfjöllun sem lýtur oft í lægri hlut fyrir öðrum fréttum og konur virðast þar fá lítið pláss. Í rannsókninni var talað við átta konur í rappi og fjóra karla á sama vettvangi. Megin niðurstöður rannsóknarinnar sýna að upplifun kappkvenna á fjölmiðlaumfjöllun er önnur en hjá körlum. Konurnar upplifa að það sé ekki pláss fyrir þær innan senunar á meðan að karlarnir finni sig þar velkomna. Bæði karlar og konur sem tóku þátt í rannsókninni finnast fjölmiðlaumfjöllunin sem þau fá yfirborðsleg og að lítill fókus sé á tónlistina. Þá hafa samfélagsmiðlar og kommentakerfi fjölmiðla leikið nokkra þátttakendur rannsóknarinnar grátt, bæði karla og konur. Lykilorð: Rapp, tónlist, markaðsmiðlun, fjölmiðlar In contemporary popular music, rap has become mainstream. In Iceland one can think of two waves of rap and the second one is soon coming to an end. Other music genres are rising to popularity and musicians that used to rap are now going in new directions with their music. The second wave of Icelandic rap began in 2015 and women have never been more visible in rap music than now. Marketing and tabloidization have affected the media environment in Iceland. This affects cultural coverage in media outlets since it is often considered less important, and women seem to get little space. In this research paper eight women in rap were interviewed along with four men that also work in rap. The main result shows that women experience media coverage of themselves differently from men. Women also experience that there is no space for them in the rap scene while men in rap feel welcome there. ...