“Mjög dýrmætt er að sjá hvað þær ná oft miklum tökum á eigin lífi, vaxa og dafna og öðlast trú á eigin getu” : aðstæður kvenna í íslenskum fangelsum

Ritgerðin er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri. Ákváðu rannsakendur að skoða aðstæður kvenna í íslenskum fangelsum, með áherslu á barnshafandi konur og mæður með ung börn. Hingað til hefur viðfangsefnið lítið verið skoðað og því fóru rannsakendur af stað með það m...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kamilla Einarsdóttir 1996-, Birgitta Birgisdóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38930
Description
Summary:Ritgerðin er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri. Ákváðu rannsakendur að skoða aðstæður kvenna í íslenskum fangelsum, með áherslu á barnshafandi konur og mæður með ung börn. Hingað til hefur viðfangsefnið lítið verið skoðað og því fóru rannsakendur af stað með það markmið í huga að auka vitneskju um efnið. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð en tekin voru fimm viðtöl við starfsfólk á hinum ýmsu sviðum fangelsa hér á landi. Helstu niðurstöður voru þær að konur í íslenskum fangelsum eru oft illa staddar félagslega og eiga við alvarlegan fíknivanda að stríða. Þrátt fyrir fyrri áfallasögu, þá virðist virkni og aukið sjálfstraust vakna innra með þeim við þátttöku í þeim úrræðum sem standa þeim til boða. Almenn þátttaka meðal kvenna er mikil og sér starfsfólk fangelsanna oft mikla breytingu á viðhorfi þeirra. Til eru örfá dæmi um vist barns með móður sinni í fangelsi hér á landi. Þrátt fyrir fá tilvik, eru verkferlar til staðar sem hægt er að styðjast við ef aðstæður kæmu upp. Þeir verkferlar snúast þá einna helst að því að aðstæður fangelsa geti boðið upp á vistun barna með mæðrum sínum. Heilbrigðisþjónusta fanga bættist til muna með tilkomu geðheilbrigðisteymisins. Með því opnaðist á úrræði sem aðstoðað getur konur sem eiga við alvarlega geð- og fíknivanda að stríða. Viðtölin við starfsfólk fangelsanna veittu innsýn á reynsluheim kvenna í fangelsum hér á landi og gáfu jákvæða mynd af virkni og líðan þeirra á meðan afplánun stendur. Lykilorð: Kvenfangar ▪ mæður ▪ þátttaka ▪ betrun This dissertation is a final project for a B.A. degree in Social Sciences from the University of Akureyri. The research topic is the circumstances of women in Icelandic prisons, focusing specially on pregnant women and mothers with young children. To this day research on the subject is scarce and therefore, the researchers set out with the aim of raising awareness about the subject. With a qualitative research method, five interviews were conducted with employees from various areas within the prison ...