Samskipti aðila á vinnumarkaði : reynsla Samtaka atvinnulífsins af þjóðarsáttar- og lífskjarasamningum

Þessi ritgerð er 12 ECTS eininga lokaverkefni til bakkalárgráðu í félagsvísindum frá félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Markmið ritgerðarinnar er að skoða samskipti aðila vinnumarkaðar við undirbúning og gerð kjarasamninga. Í ritgerðinni er leitast eftir að varpa ljósi á sjórnarhorn samtaka at...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Daníel Gunnarsson 1979-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38926
Description
Summary:Þessi ritgerð er 12 ECTS eininga lokaverkefni til bakkalárgráðu í félagsvísindum frá félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Markmið ritgerðarinnar er að skoða samskipti aðila vinnumarkaðar við undirbúning og gerð kjarasamninga. Í ritgerðinni er leitast eftir að varpa ljósi á sjórnarhorn samtaka atvinnurekenda, þeirra upplifun og álit á íslenskum vinnumarkaðsmálum. Farið verður yfir helstu kenningar í vinnumarkaðsfræðum og samskiptum aðila vinnumarkaðar. Þá verður rýnt í aðdraganda tveggja viðamikilla kjarasamninga; þjóðarsáttarinnar annars vegar og lífskjarasamninganna hins vegar og verða þeir settir í sögulegt samhengi. Jafnframt verður þeirri eigindlegu rannsókn sem liggur til grundvallar þessarar rigerðar, gerð skil. Rannsóknarspurningarnar sem lagt er upp með eru eftirfarandi:  Hver eru einkenni samskipta aðila vinnumarkaðar, eins og þau blasa við vinnuveitendum?  Telja þessir lykilaðilar í sögu kjarasamningagerðar á Íslandi að nýtt vinnumarkaðsmódel komist á hérlendis?  Hvað þarf til að bæta samskipti aðila á vinnumarkaði? Viðmælendur voru tveir. Núverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands. Niðurstöður benda til þess að mörg sóknartækifæri séu til þess að bæta samskipti á vinnumarkaði og eins að nauðsynlegt sé að koma á vinnumarkaðsmódeli sem gerir aðila vinnumarkaðar ábyrga fyrir því að efla samtöðu og samskipti sín á milli. Einnig kemur fram að sá mikli fjöldi stéttarfélaga hérlendis geti verið þess valdandi að hægt gengur að koma á samræmdum samskiptagrundvelli. Höfundur telur að skortur sé á fræðilegri umfjöllun um stöðu og hlutverk samtaka vinnuveitenda í íslenskum vinnumarkaðsfræðum. Þessari ritgerð er ætlað að að vera framlag til þeirra breytinga. This dissertation is a 12 ECTS credits final project for a bachelor's degree in social sciences from the Faculty of Social Sciences at the University of Akureyri. The aim of the dissertation is to examine the relationship between the parties that take part in the preparation and ...