Þróun sjávarútvegs á Siglufirði : 1966 - 2020

Síldarævintýri Siglufjarðar stóð yfir til ársins 1968 og á þeim tíma var atvinnulíf í bænum í blóma, mannlífið iðaði og peningalykt úr bræðslunum einkenndi staðinn. Eftir að síldin hvarf tók það Siglfirðinga langan tíma að átta sig á þeirri stöðu sem blasti við og fólk fluttist í burtu frá bænum. Í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rebekka Rut Ingvarsdóttir 1996-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38924
Description
Summary:Síldarævintýri Siglufjarðar stóð yfir til ársins 1968 og á þeim tíma var atvinnulíf í bænum í blóma, mannlífið iðaði og peningalykt úr bræðslunum einkenndi staðinn. Eftir að síldin hvarf tók það Siglfirðinga langan tíma að átta sig á þeirri stöðu sem blasti við og fólk fluttist í burtu frá bænum. Í þessari ritgerð verður leitast eftir upplýsingum um það til hvaða ráða Siglfirðingar gripu á þessum tíma og hversu mikil áhrif sjávarútvegurinn hefur haft á siglfirskt samfélag eftir það. Ný tækifæri í sjávarútveginum sköpuðust á næstu árum á Siglufirði. Loðnuveiðar tóku við af síldinni og hægt var að nýta gömlu síldarverksmiðjurnar til bræðslu. Skuttogaraútgerð hófst og þar með vinnsla á bolfiski í landi og rækjuvinnsla skapaði ófá störfin. Í dag er Siglufjörður þjónustuhöfn en í bænum eru einnig starfandi sjávarlíftæknifyrirtæki og ferðaþjónustan er mikið til tengd sjávarútveginum. Þrátt fyrir breytta mynd þá hafa störf tengd sjávarútveginum alltaf verið aðalatvinna fólks í bænum. Mörg þeirra starfa sem urðu til á þessum tíma hafa þó lagst af sem má að einhverju leyti skýra þá fólksfækkun sem hefur verið stöðug frá hvarfi síldarinnar. Sjávarútvegurinn hefur því alltaf haft mikil áhrif á siglfirskt samfélag og heilmikið að segja um atvinnu- og íbúaþróun í bænum. The Siglufjörður herring adventure lasted until the year 1968, at which time the town´s economy was flourishing, people’s life was buzzing and the smell of money from the smelters characterized the place. When the herring disappeared, it took the people of Siglufjörður a long time to realize the situation that was emerging upon them and they started moving away from the town. This essay will seek information on what measures the people of Siglufjörður took at this time and how much influence it had on the fishing industry and the society of the famous herring town in years to come. New opportunities in the fishing industry were created in Siglufjörður, the years after. Capelin fishing took over from the herring and the old herring factories could be used ...