Samsetning og hreinsun frárennslisvatns frá fiskeldi á landi : nýtingarmöguleikar á fiskeldisstöðinni Stað við Grindavík

Verkefnið er lokað til 01.04.2026. Verkefnið fjallar um hvaða möguleikar eru á hreinsun og nýtingu á frárennsli frá fiskeldisstöðinni Stað í Grindavík. Markmiðið er að finna framtíðarlausnir í meðhöndlun á frárennslisvatninu. Fiskeldi hefur á heimsvísu farið ört vaxandi síðustu áratugi og gefur nú m...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrefna Gústafsdóttir 1996-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38923
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 01.04.2026. Verkefnið fjallar um hvaða möguleikar eru á hreinsun og nýtingu á frárennsli frá fiskeldisstöðinni Stað í Grindavík. Markmiðið er að finna framtíðarlausnir í meðhöndlun á frárennslisvatninu. Fiskeldi hefur á heimsvísu farið ört vaxandi síðustu áratugi og gefur nú meira af sér en veiðar á villtum fiski. Margar aðferðir eru notaðar í fiskeldi, bæði á sjó og á landi. Mikil aukning hefur verið í sjókvíeldi undanfarin ár en framleiðsla í landeldi hefur verið svipuð milli ára síðustu fimmtán árin. Á Íslandi eru hagstæð náttúruleg skilyrði til landeldis, þar sem hægt er að finna bæði nægt vatn, land og jarðhita. Í landeldi eru tvö algeng kerfi notuð, annaðhvort þar sem eldisvatnið er endurnotað að hluta til (RAS endurnýtingarkerfi) eða þar sem það flæðir stöðugt í gegn. Í báðum kerfum þarf þó að huga að hreinsunaraðferðum á frárennslisvatninu en í því eru misstórar agnir bæði uppleystar og ekki. Innihaldsefnin koma frá saur og óétnu fóðri og í þeim er mikið magn af næringarefnum, svo sem köfnunarefnum og fosfór. Margar hreinsunaraðferðir á frárennslisvatni eru í boði svo sem mismunandi tegundir af síum, settankar og settjarnir. Allar hafa sama markmið að aðskilja úrgangsefni frá vatninu, en þá verður eftir seyra. Þar sem seyran er næringarrík er áhugavert að skoða hugsanlega notkunarmöguleika og tækifæri til þess að nýta hana svo sem í áburð, við skógrækt, landuppgræðslu og framleiðslu á lífeldsneyti, þörungarækt og skordýrarækt. Reglugerðir á Íslandi setja ákveðinn ramma um hvaða möguleikar eru framkvæmanlegir og hverjir ekki. Einungis tveir möguleikar voru taldir raunhæfir til þess að nýta seyru sem fellur til við Fiskeldisstöðina á Stað. Annars vegar framleiðsla á áburð til notkunar í skógrækt og svo hinsvegar framleiðsla á lífeldsneyti. Lykilorð: fiskeldi, frárennsli, nýting, áburður, lífeldsneyti This project looks into the possibilities for cleaning and utilizing wastewater from landbased aquaculture. The aim is to find future solutions for the treatment of wastewater at the ...