Innleiðing á BRC staðlinum í Síldarvinnsluna á Seyðisfirði

Verkefnið er lokað til 23.04.2026. Verkefnið er rannsókn á komandi verkefni Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði við að innleiða inn nýjan gæðastaðal. Staðalinn sem um er að ræða er BRC gæðastaðallinn og eru sífellt fleiri fyrirtæki byrjuð að taka þennan staðal upp. Rannsóknarspurning verkefnisins er „Hv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bylgja Hálfdánardóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38903
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 23.04.2026. Verkefnið er rannsókn á komandi verkefni Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði við að innleiða inn nýjan gæðastaðal. Staðalinn sem um er að ræða er BRC gæðastaðallinn og eru sífellt fleiri fyrirtæki byrjuð að taka þennan staðal upp. Rannsóknarspurning verkefnisins er „Hvað þarf að eiga sér stað í frystihúsi Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði svo hægt verði að taka upp BRC staðalinn og hver er ávinningur þess?“ Rannsókn verkefnisins byggist á samanburði gæðahandbókar Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði og gæðahandbók BRC. Tekið er út hverjar stærstu breytingarnar verða sem þarf að framkvæma við innleiðingu og hvort við þessar breytingar verði einhver ávinningur fyrir vinnsluna. Kröfur viðskiptavina matvælafyrirtækja eru sífellt að aukast með meiri vitundarvakningu á matvælaöryggi og nýjum vottunum. Ávinningur innleiðingarinnar verði meðal annars aukið traust á milli viðskiptavina og möguleiki fyrirtækisins að geta auglýst sig með vottun frá BRC. Niðurstöður gefa til kynna að viðbúnaður við frávikum verði talsvert betri. Hærri kröfur eru á matvælaöryggi og eftirfylgni og rýni á gæðakerfinu mun betri ef tekið er upp BRC staðalinn og talið er að líkur á innköllunum og kvörtunum munu minnka til muna. Verkefnið er unnið í samstarfi við Síldarvinnsluna á Seyðisfirði. The following work is a study of the upcoming project of Síldarvinnslan in Seyðisfjörður for implementation of a new quality standard. The standard in question being the BRC quality standard which many companies have started to adopt. The thesis of this project being „What changes must take place in the fish processing plant of Síldarvinnslan in Seyðisfjörður to impliment the BRC standard, and what are the benefits of it?“ The research for this project is based on a comparison of the quality manual of Síldarvinnslan in Seyðisfjörður and the quality manual of BRC. It is stated what the biggest changes that must take place during implementation, and whether these changes will be beneficial for the processing. The demands of food ...