Agarasi úr sjávarbakteríum : einkenni baktería frá hverastrýtum sem framleiða agarasa

Verkefni og ritgerð eru lögð fram til B.S. prófs í líftækni við Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins var fyrst og fremst að skima eftir ákveðinni ensímvirkni hjá bakteríum sem fengnar voru úr svömpum sem höfðu verið í grennd við Arnarnesstrýtur í Eyjafirði. Í verk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kolfinna Ólafsdóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38896
Description
Summary:Verkefni og ritgerð eru lögð fram til B.S. prófs í líftækni við Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins var fyrst og fremst að skima eftir ákveðinni ensímvirkni hjá bakteríum sem fengnar voru úr svömpum sem höfðu verið í grennd við Arnarnesstrýtur í Eyjafirði. Í verkefninu voru 5 stofnar af 32 sem ræktuðust upp og voru notuð lífefna- og sameindalíffræðileg próf til að lýsa einkennum þeirra. Ákveðnir stofnar grófu sig niður í æti og sýndu þannig vísbendingu um agar niðurbrjótandi ensímvirkni sem er af völdum ensímsins agarasa. Stofnarnir voru tegundagreindir með 16S rDNA raðgreiningu og agarasa ensímvirkni þeirra skoðuð með bæði sjáanlegum ummerkjum á agar-ætum og Lugol‘s litar aðferð. Alls voru 4 af þessum 5 stofnum sem grófu sig niður í agar-æti og sýndu útlit kólonía þeirra og niðurstöður úr lífefnafræðilegum prófum að þeir tilheyrðu sömu ættkvíslinni. Þetta var síðar staðfest með 16S rDNA greiningu sem benti til að þeir tilheyrðu ættkvíslinni Cellulophaga. Eftirstandandi stofninn var, samkvæmt 16S rDNA raðgreiningu, innan Vibrio ættkvíslarinnar sem sýndi ekki fram á neina agar niðurbrjótandi ensímvirkni og var því ekki frekar kannaður hvað varðaði ensímvirkni. Til staðfestingar um tilvist agarasa niðurbrots var notuð Lugol‘s lausn sem gefur augljósar niðurstöður hvort agarinn hefur verið niðurbrotin eða ekki. Tími og samfélagsaðstæður leyfðu ekki vinnu við einangrun og hreinsun ensímsins til að kanna frekar agarasa virkni hjá stofnunum en væri það áhugavert verkefni til að vinna með í frekari rannsóknum í framtíðinni. Agarasi er verðmætt ensím þar sem það veldur vatnsrofi og þannig niðurbrot agars. Agarobíósi og neoagarobíósi eru myndefni sem fást úr agar niðurbroti með agarasa. Rannsóknir hafa sýnt fram á að agarobíósi og neoagarobíósi geta t.d. haft áhrif á bæði lífeðlis- og líffræðilega starfsemi hjá mönnum. In this research were used 32 bacteria stains which had been isolated in another project from sponges near the shallow hydrothermal vents in Eyjafjörður, north of ...