Líf-Plast : lífræn plastefna framleiðsla með Pseudomonas

Verkefnið er lokað til 01.04.2025. Þessi ritgerð er lögð fram til B.S. prófs í líftæknifræði við Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni ritgerðarinnar er rannsókn á lífrænni plastframleiðslu með notkun örvera. Förgun og mengun af völdum plastefna í náttúrunni hefur vakið mi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birkir Páll Elíasson 1999-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38888
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 01.04.2025. Þessi ritgerð er lögð fram til B.S. prófs í líftæknifræði við Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni ritgerðarinnar er rannsókn á lífrænni plastframleiðslu með notkun örvera. Förgun og mengun af völdum plastefna í náttúrunni hefur vakið miklar umræður undanfarin ár, þar sem plastefnin hafa haft neikvæð áhrif á loftslag og dýraríkið sem býr í náttúruni. Nauðsynlegt er að finna aðra úrlausn til að draga úr mengunar áhrifum plastefna, ein leiðin til þess er að framleiða lífræn plastefni. Til eru mismunandi vegir til þess að nálgast það markmið, meðal annars er hægt að nota efnafræði til að smíða lífræn plastefni en ekki er auðvelt að tryggja það að rétt bygging á plastefninu náist. Það sem hefur vakið mikla athygli er notkun örvera til þess að smíða lífræna polymera sem hægt er að nota í plastframleiðslu, notkun örvera tryggir rétta byggingu polymeranna og með erfðafræði er möguleiki að gera ferilinn hagkvæmari með því að nota ákveðna örveru stofna sem eru hagkvæmari í rekstri. Í þessari ritgerð er fjallað um notkun þriggja Pseudomonas stofna sem eru að finna í örveru safni rannsóknarsetur Borgar. Prófun var gerða á sjö mismunandi lífmössum til að greina sykur innihald þeirra og meta um það hver þeirra var hentugastur til áframhaldandi prófunar. Allir lífmassarnir sýndu góða svörun við sýru og ensím meðferð og þeir þrír stofnar af Pseudomonas sýndu jákvæða svörun fyrir framleiðslu polyhydroxyalkanoates. This report is for the B.S. degree in biotechnology in business and science division at the University of Akureyri. The subject of this report is research regarding biodegradable plastic compounds biosynthesized by microorganisms. Recycling and polluting factors of plastic has raised the concern of many people the last couple of years, where these plastics have a negative effect on the atmosphere and animal kingdom which lives in the wild nature. It is inevitable that there is a need for a new solution to reduce the negative effect of plastics on ...