Tengsl milli hraða og snerpu hjá 15-16 ára íslenskum knattspyrnuiðkendum : þýðisrannsókn

Framkvæmdar voru líkamlegar mælingar á íslenskum knattspyrnuiðkendum sem fæddir eru árið 2005. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Knattspyrnusambands Íslands og Háskólans í Reykjavík. Tilgangur þessa verkefnis var að skoða hvort tengsl væru á milli frammistöðu í hraða og snerpuprófum hjá 15-16 ár...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir 1998-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38886
Description
Summary:Framkvæmdar voru líkamlegar mælingar á íslenskum knattspyrnuiðkendum sem fæddir eru árið 2005. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Knattspyrnusambands Íslands og Háskólans í Reykjavík. Tilgangur þessa verkefnis var að skoða hvort tengsl væru á milli frammistöðu í hraða og snerpuprófum hjá 15-16 ára íslenskum knattspyrnuiðkendum. Alls tóku 468 leikmenn þátt í rannsókninni og framkvæmdu þeir ýmis líkamleg próf, í þessu verkefni voru skoðaðar niðurstöður úr 5x30m hraðaþolsprófi og Illinois snerpuprófi. Mælingarnar fóru fram á tímabilinu 23.janúar til 28.febrúar 2021. Markmiðið var að mæla alla knattspyrnuiðkendur á íslandi sem fæddir eru árið 2005. Frammistöður þátttakenda í Illinois snerpuprófi var skoðuð samanborið við hraðasta 30m sprett þeirra annars vegar og samanborið við 10m sprett þeirra hins vegar. Há marktæk fylgni fannst á milli Illinois snerpuprófs og 30m spretts r = 0,769. Einnig fannst há marktæk fylgni milli Illinois snerpuprófs og 10m spretts r = 0,624. Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar má draga þá ályktun að þeir leikmenn sem standa sig vel í Illinois snerpuprófi eru líklegir til að standa sig vel í 30m og 10m spretthraða. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á slíkt hið sama en einnig hafa þær sýnt fram á að engin tengsl séu þarna á milli og að hraði og snerpa sé algjörlega sitthvor eiginleikinn.