Mental health, life satisfaction, and experience of prejudice against people with fibromyalgia in Iceland

Vefjagigt er sjúkdómur sem einkennist af stöðugum sársauka, útbreiddum verkjum og stanslausri þreytu. Talið er að vefjagigt hrjái um 3-6% fólks um allan heim. Þar af eru konur í miklum meirihluta. Að auki hefur verið sýnt fram á að vefjagigt hefur áhrif á tilfinningalíf fólks, stór hluti þeirra sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elva Björg Elvarsdóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:English
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38868
Description
Summary:Vefjagigt er sjúkdómur sem einkennist af stöðugum sársauka, útbreiddum verkjum og stanslausri þreytu. Talið er að vefjagigt hrjái um 3-6% fólks um allan heim. Þar af eru konur í miklum meirihluta. Að auki hefur verið sýnt fram á að vefjagigt hefur áhrif á tilfinningalíf fólks, stór hluti þeirra sem greinist með vefjagigt greinist einnig með geðsjúkdóma af einhverjum toga. Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar og vísindamenn eru ekki einróma um hverjar þær eru. Margir efast jafnvel um að sjúkdómurinn sé raunverulegur heldur sé um sálfræðilegan kvilla að ræða. Vegna þessarar óvissu hafa skapast fordómar gagnvart vefjagigt og þeim sem þjást af henni. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort fordómar gagnvart vefjagigt séu til staðar, hversu mikil áhrif þeir hafa á lífsgæði fólks með vefjagigt en einnig hvort félagslegur stuðningur skipti máli hvað varðar lífsgæði einstaklinga með vefjagigt. Spurningalisti með fimm kvörðum var lagður fyrir Facebook-hóp íslenskra einstaklinga sem þjást af vefjagigt. Niðurstöður sýndu að marktæk fylgni var á milli fordóma, félagslegs stuðnings, alvarleika vefjagigtar, andlegrar heilsu og lífsánægju. Að auki sýndu niðurstöður aðhvarfsgreiningar að fordómar, félagslegur stuðningur, alvarleiki vefjagigtar og andleg heilsa höfðu marktæk tengsl við lífsánægju. Lykilorð: Vefjagigt, fordómar, félagslegur stuðningur, lífsánægja Fibromyalgia (FM) is a syndrome characterized by widespread pain, constant fatigue, and tenderness all over the body. It is estimated that FM affects approximately 3-6% of the population worldwide, especially women. The syndrome has also been found to have a vast effect on emotional well-being. Most people diagnosed with FM have also already been diagnosed with some form of mental illness. Since the cause of the syndrome is unknown, and researchers disagree on it, some people do not believe FM exists. Therefore, discrimination against FM exists both among the public and health care workers. This study aimed to see if this prejudice is actual, how much it affects ...