Áhrif súrnunarsjávará fyrstu lífsstig sjávarfiska

Áður fyrr var talið að hafið væri svo stórt og víðáttumikið að gjörðir okkar mannanna hefðu ekki nein áhrif þar, en annað hefur komið á daginn. Súrnun sjávar er afleiðing aukins koltvísýrings (CO₂) í andrúmslofti sem leiðir til þess að sýrustig sjávar lækkar. Vegna nokkurra yfirgripsmikilla rannsókn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir 1991-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38852
Description
Summary:Áður fyrr var talið að hafið væri svo stórt og víðáttumikið að gjörðir okkar mannanna hefðu ekki nein áhrif þar, en annað hefur komið á daginn. Súrnun sjávar er afleiðing aukins koltvísýrings (CO₂) í andrúmslofti sem leiðir til þess að sýrustig sjávar lækkar. Vegna nokkurra yfirgripsmikilla rannsókna á kolefniskerfi sjávar síðustu áratugi er hægt að fullyrða að það er ekki lengur spurning um hvort súrnun sé að eiga sér stað í hafinu, heldur hversu mikil. Í fyrstu snerist áhersla rannsókna um að skoða áhrif súrnunar á minni, kalkmyndandi lífverur hafsins, þar sem áhrifin eru talin geta orðið mest. Áhrif á stærri lífverur, eins og fiska, hafa hingað til verið frekar lítið rannsökuð og er því ákveðinn þekkingarskortur á því sviði. Síðustu tuttugu árin hafa samt sem áður verið framkvæmdar margar rannsóknir á áhrifum súrnunar á sjávarfiska og stærri lífverur í hafinu. Í þessari ritgerð verður skoðað sérstaklega hvort súrnun sjávar hafi áhrif á ungviði sjávarfiska og þá hvernig. Notast verður við gögn úr rannsóknum annarra, þau tekin saman og niðurstöður túlkaðar út frá þeim. Niðurstöður sýna að súrnun sjávar hefur áhrif á fiska á fyrstu lífsstigum, en mismikið eftir tegundum, umhverfisaðstæðum og landfræðilegri staðsetningu. Margar tegundir þurfa að þola mikil afföll á fóstur, lirfu- og seiðastigi og verður þannig mikil fækkun í stofnum. Aðrar tegundir sýna breytingar á líkama þ.e. hægari vöxt og breytingu á heyrn og lyktarskyni. Einnig geta verið óbein áhrif í formi af minnkaðri líffræðilegrar fjölbreytni og breyting í tegundasamsetningu. Afleiðingar súrnunar sjávar á fiska virðist magnast upp þegar aðrar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eiga sér stað samtímis s.s. hlýnun sjávar og súrefnistap.