Landnýting í Elliðaárdal

Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.S. gráðu í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið þess er að gefa yfirlit yfir landnýtingu í Elliðaárdal í Reykjavík og skoða hver möguleg framtíðarnýting þar sé. Náttúrufar í dalnum er fjölbreytt og að ýmsu leiti einstætt á höfuðborgar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elsa Dagmar Runólfsdóttir 1985-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38847
Description
Summary:Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.S. gráðu í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið þess er að gefa yfirlit yfir landnýtingu í Elliðaárdal í Reykjavík og skoða hver möguleg framtíðarnýting þar sé. Náttúrufar í dalnum er fjölbreytt og að ýmsu leiti einstætt á höfuðborgarsvæðinu en þar má t.d. sjá eina nútímahraunið sem hefur runnið innan borgarmarkanna og merkileg setlög sem sýna m.a. framskrið og hop jökla. Gróðurfarsgerðir eru þónokkrar og einkennast í dag mest af ræktun og nálægð við íbúabyggð en gróðurfar breyttist mikið á 20. öld við upphaf skógræktar í dalnum. Vatnasvið Elliðaánna er það stærsta á höfuðborgarsvæðinu sem hinar ýmsu tegundir fugla og annarra dýra halda sig við. Landnýting var með hefðbundnum hætti á svæðinu fram á 20. öld þegar það var nýtt undir landbúnað jarðanna sem lágu að dalnum. Laxagengd í Elliðaánum hefur verið breytileg og farið frá því að vera mjög ríkuleg í nær engin en er stöðug í dag. Á 20. öld var tímabili landbúnaðar að ljúka í dalnum. Við tók landnýting veituþjónustu í Reykjavík, en þar var virkjað fyrir rafmagnsveitu, borað eftir jarðhita fyrir hitaveitu og lagnir lagðar frá ánum fyrir vatnsveitu. Sú nýting er nú að mestu aflögð en einungis jarðhiti er nýttur þar í dag. Í dag skilgreinir Reykjavíkurborg dalinn sem borgargarð sem nýta má til ýmissar útivistar s.s. göngu, hjólreiða, veiða og leikja. Skógurinn og árnar eru aðalaðdráttaröfl dalsins í dag og er svæðið mikilvægt fyrir grænar samgöngur. Í borgargörðum er gert ráð fyrir mannvirkjum sem tengjast nýtingu þeirra sem útivistarsvæði. Áhyggjur eru nú af áætluðum byggingarframkvæmdum við slík mannvirki í dalnum sem þykja þrengja um of að náttúru hans. ALDIN Biodome er dæmi um framkvæmd sem hefur mætt andstöðu og er nú á lokastigum undirbúnings. Skoðað er hvort slíkar framkvæmdir eigi rétt á sér eða ekki. Rök fyrir stuðning við slík verkefni eru að þau stuðli að betri nýtingu svæðisins og auki þ.a.l. jákvæð áhrif þess í formi bættrar lýðheilsu og betri tækifæra til fræðslu. Rök gegn frekari ...