Húsavík - Nýr miðbær

Markmið þessa verkefnis er að draga fram þær áherslur í skipulagi bæja sem skapa góða lífvænlega miðbæjarkjarna. Hér eru skoðaðar leiðir til að skapa gönguvænt umhverfi og auka þátt mannlífs í miðbæ Húsavíkur. Bæta grænar tengingar í gegnum bæinn í átt að Skrúðgarði bæjarins og tengingar við hafnars...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eva Ósk Guðmundsdóttir 1976-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38842
Description
Summary:Markmið þessa verkefnis er að draga fram þær áherslur í skipulagi bæja sem skapa góða lífvænlega miðbæjarkjarna. Hér eru skoðaðar leiðir til að skapa gönguvænt umhverfi og auka þátt mannlífs í miðbæ Húsavíkur. Bæta grænar tengingar í gegnum bæinn í átt að Skrúðgarði bæjarins og tengingar við hafnarsvæði og vinna tillögu að skipulagi og innviðum tengdum þeim. Gerð var könnun meðal Húsvíkinga á þeirra sýn á bæinn og hvað þeim fyndist að betur mætti fara. Niðurstöður sýna að almennt þykir svarendum miðbærinn illa skipulagður, gróður af skornum skammti og fólk almennt ekki ánægt með hann. Heimildir voru rýndar til að skoða hvaða þættir það eru sem stuðla að auknu mannlífi á útisvæðum og hvaða innviðir þurfi að vera til staðar. Á norðlægum slóðum spilar veðurfar líklega stærsta hlutverkið í því hversu fólk er viljugt til að ganga og vera úti. Því skiptir miklu máli að að útfæra útisvæði með tilliti til þessa. Aðrir þættir eins og öryggi, göngugreiðleiki, gróður, skipulag, framhliðar húsa og lýsing skipta miklu máli þegar kemur að því að búa til útisvæði. Hvort sem svæðin eru ætluð til að dvalar eða til ferða á milli ákveðinna staða. Athafnir fólks s.s. nauðsynlegar, valkvæðar og félagslegar athafnir hafa síðan úrslitaáhrif á hvernig rými eru notuð. Aðdráttarafl spilar líka stóran þátt í því hvort bæjarrými verða lífleg eða ekki. Ef ekkert er áhugavert á svæðinu mun fólk síður nota svæðið vegna félagslegra eða valkvæðra athafna, því þangað er ekkert að sækja. Þegar búið var að rýna gögnin var unnin hönnunartillaga að endurbættum miðbæjarkjarna. Sú tillaga einkennist af hugmyndum um vistvænan ferðamáta í miðbæ Húsavíkur og að auka grænar tengingar við hafnarsvæði og skrúðgarð. Í tillögunni er áhersla er lögð á svæðið sem nefnist Búðarvellir eða Öskjureitur og hefur verið í svipuðu ástandi frá því um aldamótin 1900. Hluti Garðarsbrautar eru lokaður fyrir almenna umferð í tillögunni og er gert að samrými allra ferðamáta. Nokkrar nýjar byggingar eru í skipulaginu. Þeim er ætlað að auka aðdráttarafl svæðisins og veita ...