Áhrif kórónuveirunnar á háskólanemendur : framfærsla og upplifun

Með komu faraldurs kórónuveirunnar til Íslands voru takmarkanir settar á samfélagið í heild sinni og með íþyngjandi takmörkunum jókst atvinnuleysi í landinu. Fjöldi úrræða voru í boði fyrir almenning en voru námsmenn að miklu leiti undanskildir úrræðum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna stöðu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Erla Tryggvadóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38814
Description
Summary:Með komu faraldurs kórónuveirunnar til Íslands voru takmarkanir settar á samfélagið í heild sinni og með íþyngjandi takmörkunum jókst atvinnuleysi í landinu. Fjöldi úrræða voru í boði fyrir almenning en voru námsmenn að miklu leiti undanskildir úrræðum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna stöðu háskólanema í faraldri kórónuveirunnar. Könnuð voru áhrif samfélagstakmarkana á starfshlutfall og tekjuöflun háskólanema sem og upplifun þeirra af takmörkunum og áhrifum þeirra. Leitast var eftir að sjá hvort tölfræðilega marktæk tenging væri á milli neikvæðrar upplifunar af samfélagstakmörkunum og lækkunar tekna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að samfélagstakmarkanir höfðu neikvæð áhrif á starfshlutfall og tekjuöflun háskólanema við Háskólann í Reykjavík. Úrræði stjórnvalda vegna tekjuskerðingar nýttust námsmönnum almennt illa og nemendum þótti lítið gert til að mæta tekjuskerðingu stúdenta. Upplifun háskólanema af samfélagstakmörkunum voru neikvæð en upplifun háskólanema af breytingum á fjárhagsstöðu vegna samfélagstakmarkana voru þó ekki mikil. Þrátt fyrir minnkandi tekjur virtust nemendur ekki upplifa verri kjör fjárhagslega. Ekki reyndist vera tölfræðilega marktæk tengsl milli neikvæðrar upplifunar og lækkunar tekna.