„Þú ert alltaf betur settur að veðja á það sem þú þekkir“ : upplifun stjórnenda fyrirtækja af starfsnámi háskólanema á Íslandi

Ritgerð þessi fjallar um ávinning og upplifun stjórnenda fyrirtækja á þátttöku í starfsnámi háskólanemenda á Íslandi. Starfsnám er vettvangur sem getur verið mikill ávinningur í, fyrir alla sem að því koma, nemendur, fyrirtæki og háskólanna, sé rétt að því staðið. Starfsnemar eru oft nýttir sem auka...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erna Sigríður Ómarsdóttir 1996-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38778
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um ávinning og upplifun stjórnenda fyrirtækja á þátttöku í starfsnámi háskólanemenda á Íslandi. Starfsnám er vettvangur sem getur verið mikill ávinningur í, fyrir alla sem að því koma, nemendur, fyrirtæki og háskólanna, sé rétt að því staðið. Starfsnemar eru oft nýttir sem auka starfskraftur í ýmis verkefni, sem dýrt væri að ráða starfsmenn í. Jafnframt öðlast þeir raunhæfa reynslu af vinnumarkaðinum á því sviði sem þeir stunda nám í. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í hvað fyrirtæki telja ávinning af þátttöku í starfsnámi og hver upplifun þeirra er af ferlinu. Framkvæmd voru hálfopin viðtöl við sjö viðmælendur hjá jafn mörgum fyrirtækjum. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að fyrirtæki telja mikinn ávinning í starfsnámi fyrir alla hlutaðeigandi aðila. Fyrirtæki fá að kynnast mögulegum framtíðarstarfsmönnum sem kostar fyrirtækið minna en að taka starfsmann inn með hefðbundnu ráðningarferli og geta séð hvort viðkomandi sé sá aðili sem fyrirtækið er að leita eftir til framtíðar. Starfsnemarnir komi oft með ný sjónarmið og áherslur inn í fyrirtækið sem nýtast í starfi. Ef fyrirtæki standa vel að starfsnáminu og tekst á jákvæðan hátt að kynna fyrirtækið og vinnustaðinn fyrir nemendum getur það skilar sér oftar en ekki í góðri umfjöllun. Fyrirtæki líta á þátttöku í starfsnámi sem hluta af samfélagslegri ábyrgð. Mikilvægt er fyrir fyrirtækin að gefa nemendum tækifæri á að öðlast reynslu á vinnumarkaðinum, það leiði til betri starfsmanna framtíðarinnar. Á sama tíma er einnig mikilvægt að halda góðri tengingu við háskólasamfélagið til að styðja við þróun faggreina. Háskólar ættu að leggja enn meiri áherslu á starfsnám og skoða hvernig hægt er að bæta það enn frekar. This thesis discusses the benefits and experiences of managers in Icelandic companies with regard to participating in internship programs for university students in Iceland. An internship program is a platform that can be a great benefit for all parties involved, students, companies, and universities if done right. Students in ...