Effects of different preservation methods on antioxidant activity in Icelandic crowberry (Empetrum nigrum spp. hermaphroditum)

Markmið með rannsókn þessari var að mæla fjölfenóla í íslenskum krækiberjum (Empetrum nigrum spp. hermaphroditum) og mismunandi útdráttar- og varðveisluaðferðir bornar saman. Fimm mismunandi styrkir etanóls í vatni voru prófaðir til að finna út hvaða hlutföll af vatni og etanóli draga mest af fjölfe...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sif Hauksdóttir Gröndal 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38724
Description
Summary:Markmið með rannsókn þessari var að mæla fjölfenóla í íslenskum krækiberjum (Empetrum nigrum spp. hermaphroditum) og mismunandi útdráttar- og varðveisluaðferðir bornar saman. Fimm mismunandi styrkir etanóls í vatni voru prófaðir til að finna út hvaða hlutföll af vatni og etanóli draga mest af fjölfelónum úr sýnunum. Lausnin með 75% etanóli með 25% afjónuðu vatni skilaði bestu niðurstöðunni og var sá styrkur notaður í rannsókninni. Að afvirkja prótín sem sjá um niðurbrot er vinsæl aðferð innan matvælageirans og er mikið notuð fyrir grænmeti og ávexti til að auka geymsluþol og minnka tap á næringarefnum. Þetta er svokölluð snögghitun og var mismunandi tími, 0-4 mínútur, borinn saman eftir varðveislu í 2 mánuði og svo 12 mánuði. Þá var skoðað hvort betra væri að geyma berin heil eða skipt í safa og hrat við -24°C á árs tímabili. Krækiber (Empetrum Nigrum) vaxa á krækilyngi og hafa verið partur af íslensku mataræði frá landnámi en berin eru svört og safarík eftir gott sumar. Þau eru útbreidd um land allt og talin í hópi fyrstu landnemanna eftir ísöld, þegar þau fundust í 10.800 ára gömlum jarðlögum. Fyrstu heimilidir um notkun krækilyngs eru frá því 1204. Úr þeim hafa verið gerð jurtaseyði eða söft sem eru mjög barkandi og þóttu góð við særindum og blæðingum í meltingarvegi. Þau voru einnig notuð til að stilla af hægðir hjá börnum. Berin eru næringarrík en engar rannsóknir eru til á íslenskum krækiberjum, lækningarmætti þeirra og varðveislu. Þau eru hægsprottin í köldu íslensku lofti og hreinni nátturu, með mikið af lífvirkum efnum sem fróðlegt er að vita hvort ekki sé hægt að nýta betur sé réttum aðferðum beitt. Folin-Ciocalteu prófefni var notað til mæla lífvirkni safa og hrats þar sem þriggja mínútna snögghitun varðveitti fjölfenól í hrati, sem var geymt aðskilið frá safa, best. Að aðskilja hratið frá safanum eftir snögghitun og geyma sér kom best út fyrir fyrir hratið en ómarktækur munur var á sýnum úr safa þar sem tveggja mínútna snögghitun varðveitti fjölfenóla best og skipti ekki máli hvort berin voru geymd ...