Forsjársvipting vegna óviðunandi heimilisaðstæðna : er gripið tímanlega til slíkra ráðstafana?

Tilgangur ritgerðarinnar er að rannsaka hvort gripið sé nægilega fljótt til forsjársviptingar þegar um óviðunandi heimilisaðstæður barns er að ræða. Gerð er grein fyrir því lagaumhverfi sem snýr að framkvæmd barnaverndarmála og þeirri þróun sem hefur orðið á barnaverndarlögum á Íslandi. Farið er yfi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristrún Kristmundsdóttir 1995-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38673
Description
Summary:Tilgangur ritgerðarinnar er að rannsaka hvort gripið sé nægilega fljótt til forsjársviptingar þegar um óviðunandi heimilisaðstæður barns er að ræða. Gerð er grein fyrir því lagaumhverfi sem snýr að framkvæmd barnaverndarmála og þeirri þróun sem hefur orðið á barnaverndarlögum á Íslandi. Farið er yfir hvernig framkvæmd barnaverndar er háttað og hvernig málavinnslan fer fram. Sérstaklega er þá litið til framkvæmdar varðandi forsjársviptingu foreldra og fósturráðstafana. Til að svara rannsóknarspurningunni taldi höfundur nauðsynlegt að taka viðtöl við starfsfólk barnaverndar þar sem það fer með vinnslu barnaverndarmála frá upphafi til enda. Lands- og hæstaréttardómar í forsjársviptingarmálum eru skoðaðir með tilliti til þess hve langur tími líður frá því að mál er höfðað og þangað til endanlegur dómur fellur og hver sé aðdragandi slíkra mála. Þá er litið til þess hvernig löggjöf og framkvæmd í forsjársviptingarmálum er háttað í Danmörku og Noregi samanborið við Ísland. Farið er yfir þau frumvörp sem hafa nýverið verið lögð fram af barna- og félagsmálaráðherra um fyrirhugaðar breytingar á skipan barnaverndarmála. Að lokum er farið yfir viðhorf almennings til barnaverndaryfirvalda. Niðurstöður höfundar benda til að ekki sé gripið nægilega tímanlega til forsjársviptingar þegar um óviðunandi heimilisaðstæður barns er að ræða. The objective of this thesis is to analyze whether there is resorted to suspension of custody early enough when a child‘s home environment is unsatisfactory. The legal environment concerning child protection in Iceland is described and the development of the legislation is studied. The dissertation covers the implementation of child protection and how the cases are processed. Special attention was paid to implementation due to the deprivation of parental custody and foster care. To answer the research question, the author considered it necessary to interview child welfare employees, as these employees handle child welfare cases from the beginning to the end. Judgments performed by the Court of ...