Stöðumat á laxveiðiferðaþjónustu á Íslandi: ,, Lykillinn að greininni er að hún sé sjálfbær''

Laxveiði á Íslandi hefur lengi verið vinsæl afþreying meðal erlendra og innlendra stangveiðimanna en hún hefur þó ekki fengið nægilega mikla athygli rannsakenda á sviði ferðamála í gegnum tíðina. Sjálfbærni hefur verið miðlæg í stefnumótun í ferðaþjónustu á síðustu árum og því áhug...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Unnar Lúðvík Björnsson 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38660
Description
Summary:Laxveiði á Íslandi hefur lengi verið vinsæl afþreying meðal erlendra og innlendra stangveiðimanna en hún hefur þó ekki fengið nægilega mikla athygli rannsakenda á sviði ferðamála í gegnum tíðina. Sjálfbærni hefur verið miðlæg í stefnumótun í ferðaþjónustu á síðustu árum og því áhugavert að skoða hvar laxveiðiferðaþjónustan stendur í tengslum við sjálfbærni. Í þessari rannsókn er staðan í laxveiðiferðaþjónustu á Íslandi skoðuð og rýnt í hindranir og tækifæri sem greinin stendur frammi fyrir með tilliti til sjálfbærni. Ásamt því er skoðað hvernig hægt sé að stuðla að aukinni sjálfbærni og hvernig stefnumótun er háttað í greininni. Í fræðilegum hluta rannsóknarinnar er fjallað um sögu laxveiði á Íslandi og stangveiðiferðamennsku ásamt því er fjallað um sjálfbæra ferðamennsku og hún skoðuð í tengslum við stangveiðiferðamennsku. Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum. Viðtöl voru tekin við fimm einstaklinga sem starfa í laxveiðiferðaþjónustu. Í ljós kom að helstu hindranir snúa að umhverfisáhrifum á laxastofna, lítilli endurnýjun viðskiptavinahópsins, verðhækkunum á veiðileyfum og Covid-19. Hægt er að stuðla að aukinni sjálfbærni í veiðum en helst má auka sjálfbærni í rekstri í kringum veiðiárnar. Niðurstöður sýndu að þörf eru á aukinni samstöðu í greininni og stefnumótun í heild til að styrkja sjálfbæra þróun greinarinnar. Salmon angling in Iceland has been popular among international and domestic anglers but there has been limited research focusing on salmon angling from a tourism perspective. Sustainability has been a popular approach in strategic planning for tourism for years so it is interesting to view where salmon angling tourism stands in relation to sustainability. In this research the main goal is to view the status in the salmon angling tourism in Iceland and examine the obstacles and the opportunities that the industry faces in the context of sustainability. Along with that the study examines how sustainability ...