Tækifæri og ógnanir sem stafa af hálendisþjóðgarði að mati ferðaþjónustuaðila

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið hratt síðustu áratugi, en náttúran og víðerni eru aðalaðdráttaraflið. Síðastliðna áratugi hefur sífellt meira verið gengið á óbyggð víðerni hálendisins og spila aukin ásókn ferðamanna ásamt auknum virkjanaframkvæmdum þar stærstu hlutverkin. Til þess að vernda nátt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Sif Jónsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38640
Description
Summary:Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið hratt síðustu áratugi, en náttúran og víðerni eru aðalaðdráttaraflið. Síðastliðna áratugi hefur sífellt meira verið gengið á óbyggð víðerni hálendisins og spila aukin ásókn ferðamanna ásamt auknum virkjanaframkvæmdum þar stærstu hlutverkin. Til þess að vernda náttúruna er nauðsynlegt að auka skipulag og stjórnun á hálendinu. Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi um stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands þar sem stjórnvöld eru að vinna að því að koma stjórn og skipulagi á auðlindanýtingu hálendisins. Viðtalsrannsókn var gerð við fimm aðila sem starfa við ferðaþjónustu á hálendinu, út frá grundaðri kennningu (e.grounded theory). Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það sem ferðaþjónustuaðilar telja til tækifæra og ógnana með stofnun Hálendisþjóðgarðs. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að það er mikil óvissa meðal ferðaþjónustuaðila með áframhaldandi rekstur og skipulagðar ferðir inn á hálendinu með stofnun þjóðgarðs. Verulegar áhyggjur af því að stofnun Hálendisþjóðgarðs hafi í för með sér íþyngjandi hömlur á ferðafrelsi og aðgengi. Þjóðgarðastofnun er að færa gífurleg völd yfir stórum hluta landsins á fáar hendur og að ríkisvald hafi umsjón með svæðinu vekur ótta hjá ferðaþjónustuaðilum. Allir voru sammála um að hugmyndin væri góð og fæli í sér stórkostleg tækifæri í náttúruvernd og ferðaþjónustu á Íslandi. Reynslan af Vatnajökulsgarði og þjóðgarðinum á Þingvöllum gerir það þó að verkum að allir viðmælendurnir eru andvígir frumvarpi um hálendisþjóðgarð og vilja bíða með þá hugmynd. Nauðsynlegt er að undirbúa betur hálendið með grunninnviði og mjög brýnt er að endurbæta Kjalveg áður en stofnaður er Hálendisþjóðgarður. Tourism in Iceland has grown rapidly in recent decades, nature and the wilderness are the main attractions. In recent decades, the uninhabited wilderness of the highlands has become increasingly popular, with increased tourist demand and increased power plant construction playing the biggest role. In order to protect nature, it is necessary to increase ...