Náttúruhlaup, áhrif og upplifanir

Útivera í náttúrunni er talin hafa góð áhrif á líðan og heilsu. Löngunin til að komast úr manngerðu hversdagsumhverfi er talin vera ein stærsta ástæðan fyrir því að ferðamenn vilji komast í nánd við náttúruna og dvelja í henni. Fólk var lítið að virða fyrir sér landslagið áður fyrr en eftir iðnbylti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ólöf Lund 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38633
Description
Summary:Útivera í náttúrunni er talin hafa góð áhrif á líðan og heilsu. Löngunin til að komast úr manngerðu hversdagsumhverfi er talin vera ein stærsta ástæðan fyrir því að ferðamenn vilji komast í nánd við náttúruna og dvelja í henni. Fólk var lítið að virða fyrir sér landslagið áður fyrr en eftir iðnbyltinguna fór Rómantíska stefnan að hafa áhrif. Fólk byrjaði að kunna að meta náttúruna þar sem borgir voru myrkar og mengaðar. Rómantísk sjónarmið eru talin hafa jákvæð áhrif á líðan fólks á ferðalagi og eru einn helsti hvati fyrir ferðalögum. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða samband mannsins við náttúruna, upplifun af náttúruhlaupum og hver hvatinn er fyrir því að hlaupa í náttúrunni. Laugavegshlaupið var skoðað til hliðsjónar en það er 55 km leið sem tengir tvær náttúruperlur Íslands, Landmannalaugar og Þórsmörk. Landslagið á Laugaveginum er fjölbreytt og stórbrotið og fellur undir „ósnortið landslag“ en það er eitt helsta aðdráttarafl Íslands. Tekin voru fjögur hálfstöðluð viðtöl við einstaklinga sem hafa tekið þátt í Laugavegshlaupinu og þau greind með eigindlegum rannsóknaraðferðum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að markmið með þátttöku í náttúruhlaupi er ekki að virða fyrir sér náttúruna og dást að henni, heldur að ná persónulegum árangri og athyglin fer því meira á áskorunina. Erfitt er að einbeita sér að fallegu landslaginu þar sem landslagið og undirlendi er fjölbreytt. Því þarf að fylgjast meira með hvert á að stíga og huga að orkunni. Einnig kom í ljós að félagsskapurinn spilar stóran þátt í upplifun hlaupara á Laugavegshlaupinu.