Landamæraaðgerðir stjórnvalda á tímum COVID-19

Veiran SARS-CoV-19, sem er völd að sjúkdómnum COVID-19, setti sitt mark á heimsbyggðina árið 2020. Á Íslandi var gripið til ýmissa aðgerða, sem sumar hverjar vógu að réttindum borgaranna, sem tryggð eru í mannréttindakafla stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í þessari ritgerð eru skoðaða...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sara Margrét Ragnarsdóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38617
Description
Summary:Veiran SARS-CoV-19, sem er völd að sjúkdómnum COVID-19, setti sitt mark á heimsbyggðina árið 2020. Á Íslandi var gripið til ýmissa aðgerða, sem sumar hverjar vógu að réttindum borgaranna, sem tryggð eru í mannréttindakafla stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Í þessari ritgerð eru skoðaðar aðgerðir sem stjórnvöld gripu til á landamærum. Þær aðgerðir sem sérstaklega er rýnt í eru sýnataka með sóttkví sem og skyldudvöl í sóttvarnarhúsi fyrir ferðamenn sem koma til landsins. Athugað er hvernig þessar aðgerðir samrýmast mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar um réttindi íslenskra ríkisborgara, réttindi útlendinga ásamt persónufrelsi og friðhelgi einkalífs. Lagastoð aðgerðanna er skoðuð og hvernig hún rúmast innan lagaáskilnaðarreglna stjórnarskrárinnar. Sérstakur kafli er um úrskurð héraðsdóms í máli R-1900/2021, sem staðfestur var í Landsrétti með máli nr. 231/2021. Þar neitaði héraðsdómur að fyrir lægi nægjanleg lagastoð að baki skyldudvalar ferðamanna í sóttvarnarhúsi meðan á sóttkví þeirra stæði. Einnig eru skoðuð ákvæði um neyðarrétt og þá sérstaklega 15. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Að lokum er dregin saman niðurstaða um hvernig aðgerðir stjórnvalda á landamærunum rúmast innan mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar og öðrum mannréttindaákvæðum laga og alþjóðasamninga. The virus SARS-CoV-19 which casues of the disease COVID-19 left its mark on the world durin 2020. In Iceland, various measures were taken, some of which violated the citizens‘ rights that are safeguarded in the human rights chapter of the Icelandic constitution no. 33/1944. This essay will investigate the operations that government implemented on the border. The specifically examined operations are the testing for COVID-19 with quarantine, as well as the obligatory stays at quarantine hotels for travellers. It examines how these measures are in accordance with the constitution‘s human rights provisions and the rights of Icelandic citizens the foreigners, as well as personal freedom and privacy. The paper examines the legal basis ...