Summary: | Með rannsóknum hefur verið sýnt fram á að lofthjúpur jarðar er að hlýna. Til að mynda hafa ásókn og bruni jarðefnaeldsneytis ásamt breyttri landnotkun, svo sem framræslu mýra, ýtt undir loftslagshlýnun og hrun vistkerfa. Gróður og jarðvegur innihalda gífurlegt magn kolefnis sem streymir út í andrúmsloftið við röskun þeirra. Um og eftir miðja síðustu öld var votlendi ræst fram í miklum mæli hér á landi til að bæta skilyrði til landbúnaðar og túnræktar. Í dag er talsverður hluti þessara landsvæða lítið nýttur og geta gróðurhúsalofttegundir streymt óhindrað út í andrúmsloftið. Í apríl 2019 hóf Reykjavíkurborg verkefni til endurheimtar votlendis í norðanverðum Úlfarsárdal í Reykjavík þar sem endurheimtir voru tíu hektarar lands. Tilgangur aðgerðarinnar sneri einkum að því að vernda náttúruna og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig unnt er að fylgjast með endurheimt votlendissvæða með fjarkönnun. Þær breytur sem skipta máli við eftirfylgni með endurheimt votlendis voru kannaðar. Gervitunglamyndir, loftmyndir og drónamyndir af rannsóknarsvæðinu voru greindar og skoðað hvaða myndgögn henta helst til að vakta svæði sem hafa orðið fyrir inngripum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að loftmyndir og drónamyndir henta vel við eftirlit smærri svæða á borð við votlendi því þær geta greint breytingar með nákvæmari hætti, samanborið við gervitunglamyndir. Various studies have proven that the Earth's atmosphere is getting warmer. For example the combustion of fossil fuels, as well as changes in land use such as wetland drainage, have contributed to global warming and the collapse of ecosystems. Vegetation and soil contain enormous amounts of carbon that flows into the atmosphere when these areas are disturbed. During the latter half of the 20th century, wetlands were drained on a large scale in Iceland to improve conditions for agriculture and cultivation. However, a considerable part of the disturbed areas are no longer in use and the greenhouse gases can flow unhindered ...
|