Efling foreldrafærni meðal flóttafólks: Er það fýsileg meðferðarnálgun við íslenskar aðstæður?

Flóttafólk er sístækkandi hópur í Evrópu og glímir við mikið álag og áföll og eru því í áhættu á að þróa með sér aðlögunarvanda. Til að styðja við flóttafólk er mikilvægt að þeim standi til boða gagnreynd úrræði. Strengthening Parenting Among Refugees in Europe (SPARE) er úrræði byggt á gagnreyndu m...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Alexía Margrét Jakobsdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38575
Description
Summary:Flóttafólk er sístækkandi hópur í Evrópu og glímir við mikið álag og áföll og eru því í áhættu á að þróa með sér aðlögunarvanda. Til að styðja við flóttafólk er mikilvægt að þeim standi til boða gagnreynd úrræði. Strengthening Parenting Among Refugees in Europe (SPARE) er úrræði byggt á gagnreyndu meðferðinni Parent Management Training – Oregon (PMTO) sem hefur verið aðlagað að flóttafólki í Evrópu. Fjórar Evrópuþjóðir taka þátt í SPARE verkefninu og í þessari rannsókn er farið yfir gögn frá Íslandi. SPARE þjálfar foreldra í að vera kennarar barna sinna og hjálpa þeim að aðlagast nýju menningunni sem þau tilheyra. Markmið rannsóknarinnar er að meta fýsileika SPARE ásamt því að kanna hvort úrræðið auki foreldrafærni, dragi úr aðlögunarvanda og auki vellíðan foreldra. Þátttakendur voru 28, 14 mæður og 14 feður sem höfðu öll stöðu flóttafólks á Íslandi og áttu börn á aldrinum tveggja til 18 ára. Foreldrar svöruðu listum í byrjun og lok námskeiðs sem var haldið í 12 skipti. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að SPARE er fýsilegt úrræði fyrir flóttafólk á Íslandi. Þátttakendur voru ánægðir með úrræðið og var mæting og þátttaka há. Foreldrafærni jókst og þá sérstaklega Jákvæðar uppeldisaðferðir, styrkleiki aðlögunarvanda minnkaði og foreldrar upplifðu það sem minna vandamál. Mat foreldra á vellíðan þeirra jókst en þó ekki marktækt. Þessar niðurstöður lofa góðu fyrir áframhaldandi rannsóknir á úrræðum fyrir flóttafólk þar sem þörfin fyrir slík úrræði er mikil. Refugees are a fast-growing group in Europe who deals with a lot of stress and adversities which puts them at risk for developing adjustment problems. It is important that evidence-based interventions are an available option for refugees in need of support. Strengthening Parenting Among Refugees in Europe (SPARE) is an intervention based on Parent Management Training – Oregon (PMTO), an evidence-based intervention, which is being adapted to the needs of refugees in Europe. Four European nations participate in the SPARE project and in this study data from Iceland ...