Hið kræklótta birki Skaftafells. Vaxtarform og vaxtarhraði birkis við Skaftefellsheiði

Birkið á Íslandi hefur fjölbreytt vaxtarlag og vex mishratt. Það er ýmist kræklótt eða beint, skríðandi eða upprétt, einstofna eða margstofna, og allt þar á milli. Þetta vaxtarform og tenging þess við ársvöxt hefur verið mældur af Þorbergi Hjalta Jónssyni (2004) og (Karlsson, Olsson, & Hellström...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árni Hafstað Arnórsson 1998-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38552
Description
Summary:Birkið á Íslandi hefur fjölbreytt vaxtarlag og vex mishratt. Það er ýmist kræklótt eða beint, skríðandi eða upprétt, einstofna eða margstofna, og allt þar á milli. Þetta vaxtarform og tenging þess við ársvöxt hefur verið mældur af Þorbergi Hjalta Jónssyni (2004) og (Karlsson, Olsson, & Hellström (1996). Arfbundnir eiginleikar spila þar stóran þátt þar sem birkið er kynblandað fjalldrapa (Thórsson, Pálsson, Sigurgeirsson, & Anamthawat-Jónsson, 2007). Sú blöndun er mismikil eftir svæðum en í Skaftafelli telst hún þó nokkur (Thórsson et al., 2007). Sérstaklega miðað við Bæjarstaðarbirkið (Thórsson et al., 2007). Aðrir þættir eins og jarðvegur (Bjarni Helgason, 1990), loftslag, landslag (Baldur Þorsteinsson, 1990; Persson, 1964), vindar og afræningjar geta einnig haft mikil áhrif á vöxt trjáa (Haukur Ragnarsson, 1990). Rannsóknarspurningarnar eru fimm talsins hvað varðar birkitréin á svæðinu 2018-2020 og tengjast þær allar vaxtarhraða. Spurt er hvort einhver tengsl séu milli vaxtarhraða og vaxtarforms? Þar sem fjöldi stofna, hæð, og lengd trjáa eru breytur. Eru tengsl milli vaxtarhraða og hlutfalls bruma sem þroskast sem dvergsprotar? Vaxa greinar mishratt eftir stöðu þeirra á trjánum? Spurt er hvort veðurfar geti haft áhrif á vöxt trjánna á tímabilinu 2018-2020 og hvort munur sé á vexti birkis í Skaftafelli annarsvegar, og á Skeiðarársandi eða í Morsárdal hinsvegar. Rannsóknin fór fram á svæðinu milli Skaftafellsstofu og Skaftafellsjökuls meðfram Skaftafellsheiði, allt innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Úrtakið var 20 tré og 60 greinar eða þrjár greinar af hverju tré. Tré voru mæld á rannsóknarsvæðinu en greinar voru klipptar af og grandskoðaðar heima við. Vöxtur var mældur eftir lengsta sprota hverrar greinar og mátti skipta upp eftir árum. Hliðargreinar voru einnig taldar og flokkaðar í dverg- eða langsprota. Gögnin voru skráð í Excel og töflur og gröf voru gerð úr þeim. Helstu niðurstöður voru að vaxtarform virðist ekki hafa mikil áhrif á vöxt greina. Beinvaxin tré virtust ekkert vaxa hraðar en kræklótt. ...