Algengustu ábendingar í tölvusneiðmyndatækni á Íslandi og geislaskammtar þeirra: Undirbúningsvinna fyrir setningu landsviðmiða

Ritgerð þessi er til meistaragráðu í geislafræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. Bakgrunnur: Á tímabilinu 1996-2017 jókst notkun tölvusneiðmyndatækja um 309% á Íslandi. Með aukinni notkun tækninnar, hefur geislaálag vegna hennar aukist. Rannsóknin var sú f...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurbjörg Sigurðard. Michelsen 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38546
Description
Summary:Ritgerð þessi er til meistaragráðu í geislafræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. Bakgrunnur: Á tímabilinu 1996-2017 jókst notkun tölvusneiðmyndatækja um 309% á Íslandi. Með aukinni notkun tækninnar, hefur geislaálag vegna hennar aukist. Rannsóknin var sú fyrsta sem skoðaði algengustu ábendingar heildrænt fyrir allt Ísland og skoðar geislaskammta m.t.t. ábendinga. Aðferðafræði: Á Íslandi eru 9 stofnanir sem nota tölvusneiðmyndatækni á 14 starfstöðvum, alls 15 tölvusneiðmyndatæki. Haft var samband við allar stofnanir og þær beðnar um að skilgreina sínar algengustu ábendingar. Stofnunum var frjálst að skila ábendingum sínum eins og þeim hentaði, en mælt var með að annað hvort að meta út frá reynslu eða telja ábendingar. Byrjað var á að para ábendingar eftir fyrir fram ákveðnum líkamssvæðum fyrir hverja stofnun. Síðan voru ábendingar flokkaðar saman, þar sem mörg heiti geta verið yfir sömu eða svipaðar ábendingar. Þar sem starfsemi stofnanna er mismunandi, var ákveðið að nota hlutfallsstuðla eftir því hversu margar rannsóknir hver stofnun/starfstöð gerir á ári. Hlutfallsstuðlar voru bæði notaðir fyrir algengustu líkamssvæðin og algengustu ábendingar á hverju líkamssvæði. Þegar kallað var eftir upplýsingum um geislaskammta, var ekki beðið um sérstakar rannsóknaraðferðir heldur hvaða rannsóknaraðferðir voru notaðar til að rannsaka ákveðnar ábendingar. Tilgreint var að rannsóknaraðferðin þyrfti að vera notuð a.m.k. 50 sinnum á ári. Fyrir hverja rannsóknaraðferð var beðið um upplýsingar um: lengdargeislun, sneiðgeislun, aldur og kyn. Einnig var beðið um geislaskammtabreyturnar: sát, kV, sjálfvirka geislunarstýringu (mA/mAs), skannsvæði, heildarblendu, sneið/helical/volume rannsóknaraðferð, heiti rannsóknaraðferða og fyrir hvaða ábendingar rannsóknaraðferðin væri notuð fyrir. Niðurstöður: Algengustu líkamssvæðin sem rannsökuð voru á Íslandi voru eftirfarandi: kviðarhol (36,5%), brjósthol (26,6%) og höfuð (23%). Önnur skilgreind líkamssvæði voru búkur, lendhryggur, háls, ...