Áhrif heimsfaraldurs á foreldraþjálfun: Samanburður á ánægju foreldra með stað- og fjarnámskeið á vegum Þroska- og hegðunarstöðvar

ADHD er taugaþroskaröskun sem kemur fram hjá börnum fyrir 12 ára aldur. Röskunin tengist meira en helmingi tilvísana í geðheilbrigðisþjónustu barna og einkennist af athyglisbresti, hreyfiofvirkni og hvatvísi. Að eiga barn með ADHD getur valdið streitu í foreldrahlutverkinu sem getur bitnað á fjölsky...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Erna Björk Björgvinsdóttir 1997-, Berglind Sunna Birgisdóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38507
Description
Summary:ADHD er taugaþroskaröskun sem kemur fram hjá börnum fyrir 12 ára aldur. Röskunin tengist meira en helmingi tilvísana í geðheilbrigðisþjónustu barna og einkennist af athyglisbresti, hreyfiofvirkni og hvatvísi. Að eiga barn með ADHD getur valdið streitu í foreldrahlutverkinu sem getur bitnað á fjölskyldulífi sem og líðan barnsins. Þroska- og hegðunarstöð býður meðal annars upp á námskeið fyrir foreldra um uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið hefur verið haldið sem staðnámskeið þar til Covid-19 faraldurinn tók yfir en þá varð námskeiðið að fjarnámskeiði. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman ánægju foreldra eða forráðamanna með námskeið á vegum Þroska- og hegðunarstöðvar eftir því hvort staðnámskeið eða fjarnámskeið var sótt. Kannað var hvort munur hafi verið á ánægju með námskeiðin eftir því hvort námskeiðið Uppeldi barna með ADHD eða almenna uppeldisnámskeiðið Uppeldi sem virkar var sótt. Þátttakendur voru 32 foreldrar eða forráðamenn barna sem sóttu námskeið á vegum Þroska- og hegðunarstöðvar. Niðurstöður bentu til þess að ánægja með fjarnámskeið hafi almennt verið nokkuð góð. Einnig gáfu niðurstöður til kynna að munur væri á ánægju með staðnámskeið og fjarnámskeið þar sem meiri ánægja virtist vera meðal þeirra sem sóttu staðnámskeið. Mæður virtust vera hrifnari af þeirri hugmynd að sækja staðnámskeið en feður kusu frekar að sækja fjarnámskeið. Meiri ánægja var meðal þátttakenda fjarnámskeiðsins Uppeldi barna með ADHD í samanburði við þátttakendur Uppeldi sem virkar. Rannsóknin hafði nokkra veikleika en ber einnig með sér möguleika á hagnýtingu. ADHD is a neurodevelopmental disorder that commonly starts before 12 years of age. The disorder is associated with more than half of referrals in children’s mental health services and is characterised by attention deficit, hyperactivity and impulsivity. Having a child with ADHD can cause stress in the parenting role which can affect family life and the child’s well-being. The Centre for Child Development and Behaviour (CCDB) in Reykjavík offers a course for parents ...