Group size and composition of northern bottlenose whales (Hyperoodon ampullatus) between Iceland and Jan Mayen

Þekking á félagsgerð og atferli andarnefja (Hyperoodon ampullatus) er verulega ábótavant, sérstaklega í norðausur Atlantshafi. Flestar rannsóknir á félagsgerð og atferli andarnefja hafa farið fram á landgrunninu út af Nova Scotia í Kanada, nánar tiltekið í neðansjávargilinu, The Gully, og á nærliggj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hólmfríður Jakobsdóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38491
Description
Summary:Þekking á félagsgerð og atferli andarnefja (Hyperoodon ampullatus) er verulega ábótavant, sérstaklega í norðausur Atlantshafi. Flestar rannsóknir á félagsgerð og atferli andarnefja hafa farið fram á landgrunninu út af Nova Scotia í Kanada, nánar tiltekið í neðansjávargilinu, The Gully, og á nærliggjandi svæðum. Á árunum 2013-2016 var farið í leiðangra milli Íslands og Jan Mayen og gögnum safnað um adarnefjur á svæðinu. Þessi gögn voru notuð í þessari rannsókn til að athuga atferli andarnefja með tilliti til fjölda einstaklinga í hjörð. Einnig voru ljósmyndir sem teknar voru í leiðöngrunum notaðar til að greina einstaklinga í flokka eftir aldri og kyni og var hlutfall þessara flokka innan hjarðar rannsakaður. Sjónrænt mat (n=621)á fjölda einstaklinga var notað til að áætla stærð hjarðar. Meðalstærð hjarðar reyndist vera þrír einstaklingar auk þess sem hjarðir með fleiri en sex einstaklinga voru sjaldséðar. 19,6% einstaklinga sem greindir voru í aldurs-kyn flokka reyndust vera kynþroska karldýr (MM) og 80,4% kvendýr-ungdýr (FJ). Einstaklingar greindir sem kynþroska karldýr virtust frekar sækjast í að vera með öðrum kynþroska karldýrum í hjörð fremur en einstaklingum sem flokkaðir voru sem kvendýr-ungdýr. Líkurnar á því að einstaklingur yrði flokkaður sem kynþroska karldýr voru hærri ef önnur kynþroska karldýr voru til staðar í hjörðinni (58%) heldur en þegar engin önnur kynþroska karldýr voru til staðar (4%). Einstaklingar sem voru flokkaðir sem kvendýr-ungdýr sýndu ekki greinileg tengsl við ákveðna flokka. Einnig virðist ekki vera samband milli hlutfalls aldurs-kyn flokka og stærð hjarðar þar sem hlutföll flokkanna breyttust ekki með fjölda einstaklinga í hjörð. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna því að andarnefjur í norðaustur Atlantshafi virðast hafa svipaða félagsgerð og atferli og andarnefjur á landgrunninu út af Nova Scotia. Information on social structure and behaviour of northern bottlenose whales (Hyperoodon ampullatus) is very scarce, especially in the northeast Atlantic. Most research on social ...