Greining á sprungum í basaltnámum í Geldinganesi og Hamranesi

Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman sprungur í tveimur basaltnámum á Höfuðborgarsvæðinu, í sunnanverðu Geldinganesi í norðurhluta Reykjavíkur og í Hamranesi suður af byggð í Hafnarfirði. Tilgangurinn var að meta hversu stórar bergblokkir væri hugsanlega hægt að fá úr þessum námum. Gagna va...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Matthías Guðmundsson 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38475
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman sprungur í tveimur basaltnámum á Höfuðborgarsvæðinu, í sunnanverðu Geldinganesi í norðurhluta Reykjavíkur og í Hamranesi suður af byggð í Hafnarfirði. Tilgangurinn var að meta hversu stórar bergblokkir væri hugsanlega hægt að fá úr þessum námum. Gagna var aflað með á þremur rannsóknaraðferðum. Þær fólust í beinum hornamælingum með clinometer, afstöðumælingum með mælistiku og tölvugreiningu á ljósmyndum. Þá voru gögnin frá Geldinganesi borin saman við einvíðar borholumælingar sem gerðar höfðu verið rétt fyrir síðustu aldamót. Niðurstöður mælinga á þykkt láréttra hraunlaga í Geldinganesi leiddi í ljós að fá mætti bergblokkir á stærðarbilinu 0,13–10 m3. Niðurstöður mælinga á breidd stuðla í berginu í Hamranesi leiddu í ljós að fá mætti bergblokkir á stærðarbilinu 0,34–29,8 m3. Efri mörkin í báðum niðurstöðum er þó líklega ofmat. Hins vegar má álykta að niðurstöðurnar gefi vísbendingar um að þessar námur gætu nýst vel sem stórgrýtisnámur. The aim of this research was to compare joints in two basaltic mines in the Capital area of Iceland, in the south part of Geldinganes, located in the north part of Reykjavik, and in Hamranes, located south of the town Hafnarfjörður. The purpose was to estimate to what extent large individual blocks could be retrieved. Data was collected by using three research methods. These included trigonometrical measurements using a clinometer, relative measurement using a yardstick and a computer analysis of photographs. The data from Geldinganes was compared to one dimensional borhole log data that was collected two decades ago. Measurement of thickness of flow units in Geldinganes indicate that the size of rock blocks could be 0,13–10 m3. Measurements of the width of horisontal rock columns in Hamranes indicate that the size of rock blocks could be 0,34–29,8 m3. Upper limits of both findings are however most likely an overestimation. But still it may be concluded that the results give evidece that both mines are assessed to be useful as mines ...