Mjaðmabrot á Íslandi 2013-2018. Faraldsfræðileg rannsókn um mjaðmabrot á Landspítala

Bakgrunnur: Mjaðmabrot eru veigamikið lýðheilsuvandamál í heiminum. Mjaðmabrot er alvarlegur áverki og er algengari hjá eldra fólki og konum. Mjaðmabrot eru í flestum tilfellum meðhöndluð með skurðaðgerð. Að ýmsu þarf að huga fyrir góða útkomu sjúklinga sem hljóta slíka áverka, má þar nefna verkjast...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Heiðdís Anna Marteinsdóttir 1996-, Berglind Rós Bergsdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38446
Description
Summary:Bakgrunnur: Mjaðmabrot eru veigamikið lýðheilsuvandamál í heiminum. Mjaðmabrot er alvarlegur áverki og er algengari hjá eldra fólki og konum. Mjaðmabrot eru í flestum tilfellum meðhöndluð með skurðaðgerð. Að ýmsu þarf að huga fyrir góða útkomu sjúklinga sem hljóta slíka áverka, má þar nefna verkjastillingu, fyrirbyggingu fylgikvilla skurðaðgerðar og sjúkrahúslegu og góða endurhæfingu. Beinþynning dregur úr beinmassa og er þ.a.l. áhættuþáttur beinbrota. Mjaðmabrot er alvarlegasta beinþynningarbrotið og getur það skert lífsgæði einstaklingsins. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði mjaðmabrota á Íslandi og bera niðurstöður saman við fyrri rannsókn sem gerð var um viðfangsefnið á árunum 2008-2012. Að auki var gerður samanburður við faraldsfræði mjaðmabrota erlendis. Aðferð: Afturskyggð gögn voru fengin frá vöruhúsi Landspítala um alla sjúklinga sem leituðu á Bráðamóttöku Landspítala vegna mjaðmabrota á árunum 2013-2018. Notast var við lýsandi tölfræði við greiningu megindlegra gagna. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru 1.996 einstaklingar á aldrinum 21-102 ára teknir til aðgerðar á Landspítala vegna mjaðmabrota. Mjaðmabrot voru að meðaltali 334 á ári, að jafnaði voru flest brot í janúarmánuði eða rúmlega 11% og lærleggshálsbrot voru algengust eða 62% (1.231). Búsettir á Höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi voru 1.903 (80%). Kynjaskipting hópsins var þannig að konur voru 1.315 (66%) og karlar 678 (34%). Meðalaldurinn var 79 ár (SD=12), yngri en 67 ára voru 288 (14%) og eldri en 67 ára 1.708 (86%). Meðferðartími frá komu til aðgerðar var allt frá 1 mínútu upp í 151 dag. Miðgildi meðferðartíma var 18 klukkustundir, 25% fóru í aðgerð innan 8 klukkustunda frá komu og 75% fóru í aðgerð innan 27 klukkustunda. Marktækur munur var á meðferðartíma karla og kvenna (p=0,018). Ályktanir: Faraldsfræði mjaðmabrota á Íslandi á rannsóknartímabilinu var á heildina litið svipuð samanburðarrannsókn og faraldsfræði mjaðmabrota almennt í heiminum. Niðurstöður rannsóknar sýna að tíðni mjaðmabrota eykst með ...