Samanburður á innstillingu, skannlengd og skuggaefnisþéttni í tölvusneiðrannsóknum á kvið hjá þremur stofnunum : Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Orkuhúsið

Inngangur: Þróun tölvusneiðtækja hefur verið hröð seinustu áratugi. Tölvusneiðmyndir eru geislaþungar rannsóknir ef miðað er við hefðbundnar röntgenmyndatökur. Sökum hás geislaskammts og möguleika á skaðlegum áhrifum jónandi geislunar skal leitast við að halda geislun í lágmarki. Ýmsar breytur hafa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hugrún Björnsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Ás
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38442
Description
Summary:Inngangur: Þróun tölvusneiðtækja hefur verið hröð seinustu áratugi. Tölvusneiðmyndir eru geislaþungar rannsóknir ef miðað er við hefðbundnar röntgenmyndatökur. Sökum hás geislaskammts og möguleika á skaðlegum áhrifum jónandi geislunar skal leitast við að halda geislun í lágmarki. Ýmsar breytur hafa áhrif á geislaskammtinn eins og til dæmis skannlengd og innstilling sjúklings. Algengt er að gefið sé skuggaefni í bláæð í tölvusneiðmyndum á kvið. Mismunandi aðferðir eru notaðar við skuggaefnisgjöf á milli stofnananna í rannsókninni, sumar stofnanir nota saltvatn ásamt skuggaefninu en aðrar ekki. Suð í TS mynd er mælikvarði á myndgæði og hægt að nota það til að áætla mismunadi myndgæði á milli rannsókna. Markmið: Markmiðið var að skoða innstillingu, skannlengd og myndgæði í samhengi við geislaskammta. Einnig var kannað hvort mismunandi aðferðir við skuggaefnisgjöf hefðu áhrif á skuggaefnisþéttni. Þessir þættir voru skoðaðir í tölvusneiðmyndum á kvið hjá Heilbrigðistofnun Suðurlands á Selfossi, Heilbrigðistofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og Orkuhúsinu í Reykjavík. Efni og aðferðir: Aftursæ gagnasöfnun fór fram í Orkuhúsinu. Safnað var 50 TS rannsóknum á kvið með skuggaefni frá Orkuhúsinu, HSU á Selfossi og HSU í Vestmannaeyjum. Einnig var safnað gögnum úr 50 TS rannsóknum á kvið án skuggaefnis frá Orkuhúsinu, 20 frá HSU á Selfossi og 44 frá HSU í Vestmannaeyjum. Dreifigreining var framkvæmd á lengdargeislun, skannlengd, innstillingu, HU-gildum og SD-gildum. Ef marktækur munur fannst var notast við Tukey próf um eftirásamanburð (Tukey HSD). Fylgni var reiknuð á milli lengdargeislunar og skannlengdar, CTDIvol og innstillingar á y-ás og einnig á milli CTDIvol og SD-gildis. Niðurstöður: Framkvæmd dreifigreiningar á TS rannsókn á kvið með skuggaefni leiddi í ljós marktækan mun á lengdargeislun (F(2,147) = 11,880, p=1,65E-05). Niðurstöður úr dreifigreiningu í TS-rannsóknum á kvið án skuggaefnis leiddi í ljós að ekki var marktækur munur á lengdargeislun (F(2,111) = 1,618, p=0,203). Niðurstöður dreifigreiningar fyrir ...