„Það er allt í lagi. við höfum nægan tíma“ : um samskipti barna og fullorðinna á fámennum og fjölmennum deildum í leikskólum

Markmið ritgerðarinnar var að reyna að varpa ljósi á áhrif barnafjölda á samskipti barna og fullorðinna á leikskóla. Framkvæmdar voru skráningar í tveimur leikskólum í Reykjavík. Annars vegar voru skoðuð samskipti á fjölmennri deild þar sem dvöldu 26 börn og hins vegar á fámennri deild þar sem dvöld...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Inga Rut Ingadóttir, Lena Sólborg Valgarðsdóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/3843
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar var að reyna að varpa ljósi á áhrif barnafjölda á samskipti barna og fullorðinna á leikskóla. Framkvæmdar voru skráningar í tveimur leikskólum í Reykjavík. Annars vegar voru skoðuð samskipti á fjölmennri deild þar sem dvöldu 26 börn og hins vegar á fámennri deild þar sem dvöldu 15 börn. Börnin voru á aldrinum fjögurra til sex ára. Aðferðin sem notuð var til að safna gögnum nefnist skráning jafn harðan en þá skráðu höfundar niður jafnóðum það sem gerðist í aðstæðum. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við þrjár hugmyndir um félagslegt umhverfi í leikskólum. Um er að ræða kenningu Hohmann & Weikart, rannsókn Johansson á félagslegu umhverfi sænskra leikskóla og hugmynd Bae um viðurkennandi samskipti. Einnig verður lýðræði í skólastarfi og sjálfræði barna haft að leiðarljósi. Helstu niðurstöður voru aukin stýring leikskólakennarans á fjölmennari deildinni og meiri fjarlægð milli leikskólakennara og barna. Á fámennari leikskólanum virtist ríkja meiri nálægð og einkenndust samskiptin af léttleika. Lykilorð: Barnafjöldi, félagslegt umhverfi.