Réttarmeinahjúkrun: Hver er þörfin fyrir innleiðingu á Íslandi? Fræðileg samantekt

Bakgrunnur: Margir skjólstæðingar leita árlega á bráðamóttöku vegna áverka og ofbeldis en ofbeldi hefur lengi verið vandamál á heimsvísu. Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökum eru oftar en ekki fyrstir til að skoða og meta skjólstæðinga og eru því í lykilstöðu til að afla réttarmeinafræðilegra gagna. R...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sóley Rut Purkhús 1996-, Eva Björk Kristinsdóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38423
Description
Summary:Bakgrunnur: Margir skjólstæðingar leita árlega á bráðamóttöku vegna áverka og ofbeldis en ofbeldi hefur lengi verið vandamál á heimsvísu. Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökum eru oftar en ekki fyrstir til að skoða og meta skjólstæðinga og eru því í lykilstöðu til að afla réttarmeinafræðilegra gagna. Réttarmeinahjúkrun er hjúkrun þar sem heilbrigðis- og réttarkerfið skarast og leggur áherslu á hjúkrun þolenda og gerenda sem hafa orðið fyrir slysum og áverkum. Skjólstæðingar sem koma inn á bráðamóttöku vegna áverka og ofbeldis gætu orðið málsaðilar að sakamáli og ættu því að vera meðhöndlaðir sem slíkir þar til annað kemur í ljós. Innan réttarmeinahjúkrunar hefur áherslan að mestu leyti snúið að kynferðisofbeldi en í þessu verkefni var áhersla lögð á aðra þætti réttarmeinahjúkrunar í ljósi þess að hún hefur ekki verið formlega innleidd á Íslandi í almennum skilningi. Markmið: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að fjalla um réttarmeinahjúkrun á bráðamóttökum, hvort þörf væri á slíkri sérhæfingu á Íslandi og kanna hver væri hagur skjólstæðinga. Markmið þessa verkefnis var því að kanna möguleikann á innleiðingu sérhæfingarinnar á bráðamóttöku hérlendis og að hverju þyrfti að huga. Skoðuð var þekking, hæfni og upplifun hjúkrunarfræðinga starfandi á bráðamóttökum með tilliti til réttarmeinahjúkrunar. Aðferð: Framkvæmd var leit að rannsóknargreinum í gagnasöfnunum CINAHL, PubMed og Scopus þar sem notuð voru ákveðin leitarorð. Sett voru fram ákveðin inntöku- og útilokunarskilyrði, það er að greinar hefðu verið birtar á árunum 2011-2021, væru á ensku, væru ritrýndar og fjölluðu um réttarmeinahjúkrun á bráðamóttökum. Niðurstöður leitar voru settar fram með samantekt og töflum og var PRISMA flæðirit notað til að sýna val á rannsóknum með skýrum hætti. Niðurstöður: Níu greinar sem flestar fjölluðu um viðhorf hjúkrunarfræðinga til réttarmeinahjúkrunar uppfylltu skilyrðin. Í fæstum tilfellum hafði réttarmeinahjúkrun verið hluti af námsskrá hjúkrunarfræðináms. Fáir höfðu fengið kennslu á því sviði en flestir töldu þörf ...