Mat háskólanema á eigin námshæfni í tengslum við sjálfræði þeirra, líðan og félagsleg tengsl í Covid-19

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna forspá líðanar í aðstæðum Covid-19, sjálfræðis, náinna tengsla við fjölskyldu og félagslegra tengsla við samnemendur um mat háskólanemenda á eigin námshæfni. Gögnin sem unnið var með komu úr samstarfsrannsókn milli Háskólans á Akureyri og Vínarháskóla. Þátttak...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ólína Freysteinsdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38372
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að kanna forspá líðanar í aðstæðum Covid-19, sjálfræðis, náinna tengsla við fjölskyldu og félagslegra tengsla við samnemendur um mat háskólanemenda á eigin námshæfni. Gögnin sem unnið var með komu úr samstarfsrannsókn milli Háskólans á Akureyri og Vínarháskóla. Þátttakendur voru úr fjórum háskólum og alls tóku 356 manns þátt í rannsókninni. Niðurstöður aðhvarfsgreininga sýndu í fyrsta lagi að því betri sem náin tengsl nemenda voru og því meira sem sjálfræði þeirra var í námi því betri töldu þeir námshæfni sína en forspá félagslegra tengsla var ekki fyrir hendi. Í öðru lagi sýndu niðurstöður að betri líðan í aðstæðum Covid-19 spáði einnig fyrir um betra mat nemenda á eigin námshæfni, að teknu tilliti til fyrrnefndra þátta. Í þriðja lagi sýndu niðurstöður að sjálfræði miðlaði að hluta til áhrifum náinna og félagslegra tengsla á námshæfni. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja sjálfsákvörðunarkenninguna um grundvallaráhrifaþætti hæfni og farsældar, m.a. í námi. Rannsóknin er viðbót við rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi sjálfræðis og náinna tengsla. Þá felst það nýnæmi í niðurstöðum að sjálfræði miðlar áhrifum félagslegra og náinna tengsla á mat nemenda á námshæfni þeirra. Vonast er til að rannsókn þessi auki almenna umræðu um velferð háskólanema og síðast en ekki síst, að hún skili sér í vinnu náms- og starfsráðgjafa sem eru nemendum til stuðnings meðan á námi stendur. The main goal of the study was to examine whether social and close relations predicted competence to study among university students. In addition, the relationship between well-being in the circumstances of Covid-19 and competence to study was examined, controlling for both autonomy and social and close relations. The data was collected in a co-operational study between the University of Akureyri and the University of Vienna. There were 356 participants from four universities. Results from multiple regression analyses suggested firstly that closer relationships with friends and family and more autonomy were associated ...