Að sá fræjum vonar í myrkar aðstæður: Hlutverk presta í ofbeldisaðstæðum

Lokaverkefni mitt til mag. theol. prófs við Háskóla Íslands er starfstengt miðlunarverkefni sem fjallar um hlutverk presta í ofbeldisaðstæðum einstaklinga sem til þeirra leita. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar greinargerð sem myndar fræðilegar undirstöður fyrir fræðsluefnið og hins vegar bæklingur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Laufey Brá Jónsdóttir 1972-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38361
Description
Summary:Lokaverkefni mitt til mag. theol. prófs við Háskóla Íslands er starfstengt miðlunarverkefni sem fjallar um hlutverk presta í ofbeldisaðstæðum einstaklinga sem til þeirra leita. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar greinargerð sem myndar fræðilegar undirstöður fyrir fræðsluefnið og hins vegar bæklingur sem tekur á þeirri guðfræðilegu nálgun og þeim sálgæsluþáttum sem presturinn vinnur út frá, en þar er sjónarhornið heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Rannsóknin er þarfagreining fyrir hlutverk presta í þessum aðstæðum og bæklingur sem ætlað er að mæta þeim þörfum sem fram komu frá rýnihópum og í viðtölum. Í greinargerðinni eru skilgreiningar á ofbeldi og ofbeldissamböndum. Fjallað er um afleiðingar ofbeldis, hlutverk fyrirgefningar í ferlinu og hvað átt er við með kristnum mannskilningi. Útgangspunkturinn er kristinn mannskilningur, en samkvæmt honum er maðurinn kallaður til að elska náunga sinn og til ábyrgðar og samfélags við aðra. Grundvallarhugmyndin er sú að manneskjan sé góð sköpun Guðs sem enginn og ekkert hafi rétt á að særa, meiða eða brjóta niður. Fjallað er um lútherskan kirkjuskilning og hlutverk prestsins sem sálgætis. Áhersla er lögð á fagleg mörk presta og mikilvægi þess að hlúð sé sérstaklega að þeim og því mikilvæga starfi sem þeir sinna. Lykilorð: ofbeldi, kristinn mannskilningur, sálgæsla, prestar, hlutverk, kirkja, sálgæsluviðtöl, fræðsla. My Graduate thesis for the Mag. Theol. degree from the University of Iceland is a work-related project which concerns the role of pastors with respect to the victims of abuse who ask for their assistance. The project is split into two parts. Firstly, an analysis of the subject matter which forms the theoretical foundations for the educational material contained in the booklet prepared. And secondly, the preparation of an educational booklet which deals with the religious approach and psychological underpinnings upon which the pastor relies in dealing with victims of domestic abuse or in close relationships. The research is basically a requirement ...