Samvinna barnaverndar og leikskóla: úrræði sem efla hana

Hingað til hefur samstarf barnaverndar og leikskóla verið fremur lítið. Þessi ritgerð fjallar um hvernig því samstarfi er í raun háttað á Íslandi og hvernig það gæti breyst í framtíðinni. Í ritgerðinni er fjallað um kenningar fræðimanna er varða börn og fjölskyldur. Í tengslum við viðfangsefnið þá h...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sunna Pallé 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38301
Description
Summary:Hingað til hefur samstarf barnaverndar og leikskóla verið fremur lítið. Þessi ritgerð fjallar um hvernig því samstarfi er í raun háttað á Íslandi og hvernig það gæti breyst í framtíðinni. Í ritgerðinni er fjallað um kenningar fræðimanna er varða börn og fjölskyldur. Í tengslum við viðfangsefnið þá hafa nokkrar rannsóknir verið skoðaðar og sýna niðurstöður þeirra áhugavert sjónarhorn til að mynda á tengsl barna við starfsfólk skóla. Auk þess vekja þær til umhugsunar hvernig tilkynningum til barnaverndar er almennt háttað hér á landi. Hve margar tilkynningar berast frá leik- og grunnskólum og hvernig er tekið á þeim málum? Það er gerð grein fyrir þeirri ábyrgð sem starfsmenn leik- og grunnskóla bera. Einnig er sagt frá því að starfsmenn barnaverndar bera vissa ábyrgð þegar kemur að góðri samvinnu við aðrar stofnanir. Í þessari ritgerð voru sérstaklega skoðaðar tilkynningar til barnaverndarnefnda í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri hvað snertir vanrækslu á börnum en það er einmitt algengasta ástæða tilkynninga. Fjallað er um þau úrræði sem er að finna í þessum bæjarfélögum þar sem stefnt er að því að bæta samstarf barnaverndar við þær stofnanir þar sem börn koma við sögu. Starf félagsráðgjafa er einnig athugað í ritgerðinni auk þverfaglegrar teymisvinnu og áðurnefndra úrræða í þremur bæjarfélögum. Viðtölin sem tekin voru sýna raunverulega mynd af því hvernig þessari samvinnu er háttað. Allir viðmælendur voru sammála um að snemmtæk íhlutun væri mikilvæg eða einhver önnur úrræði sem tækju strax á vandanum gæti verið mjög hjálplegt fyrir börn og fjölskyldur. Þegar málin eru orðin að ferli hjá barnavernd þá er oft þörf á róttækari lausnum. Foreldrar hafa almennt jákvæða reynslu af þessum úrræðum ásamt ráðgjöfum þeirra