„Svo að það sé ekki bara ég og hann út í eilífðina“ : árangursríkar leiðir til að bjóða barn á einhverfurófinu velkomið á leikskóladeildina

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvað vænlegt væri til árangurs þegar leikskóladeild tekur við barni á einhverfurófinu. Rannsóknarspurningin mín var: Hvaða starfsaðferðir eru árangursríkar þegar bjóða skal barn á einhverfurófinu velkomið á deild í leikskóla? Viðtöl voru tekin við sex viðmælend...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Arna Sigurðardóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/3829
Description
Summary:Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvað vænlegt væri til árangurs þegar leikskóladeild tekur við barni á einhverfurófinu. Rannsóknarspurningin mín var: Hvaða starfsaðferðir eru árangursríkar þegar bjóða skal barn á einhverfurófinu velkomið á deild í leikskóla? Viðtöl voru tekin við sex viðmælendur, þrjá stuðningsaðila og þrjá deildarstjóra af þremur leikskólum í Reykjavík. Viðmælendurnir eru allt konur á mismunandi aldri og með mismunandi reynslu og menntun. Notast var við óstöðluð viðtöl sem er ein tegund eigindlegra rannsóknaraðferða. Helstu niðurstöður sýna að það sem er árangursríkt í starfi með börnum á einhverfurófinu er meðal annars að sem flest starfsfólk sé fagmenntað. Námskeið og fundir eru góð leið til að koma öðru starfsfólki inn í starfið með barninu á einhverfurófinu sem og gott samstarf. Stuðningsaðilinn á að vera hluti af deildinni og nota fagþekkingu sína til að aðstoða önnur börn. Barnið á að vera hluti af hópnum og taka þátt í daglega starfinu á deildinni eftir fremsta megni. Lykilorð: Nám án aðgreiningar, samstarf.