Róttækt skref í átt að jafnari heimi - Um hlutverk Íslands í alþjóðlegri jafnréttisbaráttu og mögulega innleiðingu femínískrar utanríkisstefnu

Ísland hefur síðastliðin tólf ár landað efsta sæti á kynjabilskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það kann ekki að koma á óvart þar sem Ísland hefur hlotið mikla alþjóðlega athygli fyrir framgang sinn þegar kemur að jafnrétti kynja. Þökk sé frumkvæði öflugra kvennahreyfinga sem barist haf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eyrún Þórsdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/38154
Description
Summary:Ísland hefur síðastliðin tólf ár landað efsta sæti á kynjabilskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins. Það kann ekki að koma á óvart þar sem Ísland hefur hlotið mikla alþjóðlega athygli fyrir framgang sinn þegar kemur að jafnrétti kynja. Þökk sé frumkvæði öflugra kvennahreyfinga sem barist hafa fyrir réttindum sínum hefur Íslandi tekist að skapa samfélag þar sem staða jafnréttismála er góð í alþjóðlegum samanburði. Ísland leggur mikla áherslu á að miðla góðu gengi sínu í þessum málaflokk með öðrum þjóðum og leggur þar af leiðandi mikla áherslu á jafnréttismál í utanríkisstefnu sinni. Rödd Íslands á alþjóðavettvangi er jafnframt sterkari en stærð og staða landsins gefur tilefni til. Ísland er flokkað sem smáríki í alþjóðakerfinu og er besta leiðin fyrir smáríki til að öðlast vald á alþjóðavettvangi að taka sér hlutverk gildisfrumkvöðuls. Ísland hefur tekið sér hlutverk gildisfrumkvöðuls í jafnréttismálum og eru jafnréttismál jafnframt vörumerki ríkisins. Samt sem áður hefur Ísland ekki farið að fordæmi Svíþjóðar og annarra þjóða sem tekið hafa upp femíníska utanríkisstefnu. Sáralítil umræða hefur átt sér stað hvað femíníska utanríkisstefnu varðar á Íslandi en möguleg ástæða þess gæti snúið að því hversu góða ímynd landið hefur nú þegar, því sjái yfirvöld ekki tilefni til að setja slíkan merkimiða á stefnuna. Ástæðan gæti einnig verið af pólitískum toga. Innleiðing femínískrar utanríkisstefnu gæti styrkt stöðu Íslands á alþjóðavettvangi enn frekar og haft góð áhrif bæði á störf utanríkisþjónustunnar og alþjóðlega ímynd landsins. Þar sem alþjóðlegt bakslag hefur átt sér stað þegar kemur að jafnréttismálum á síðustu árum er mikil þörf á að jafnréttismálum sé haldið vel á lofti í alþjóðlegu samhengi. Því er mikilvægt að Ísland haldi vel á spöðunum og sé ekki hrætt við að taka róttækt skref í átt að jafnari heimi. / Iceland placed as the top country in the World Economic Forum’s Gender Gap ...