Summary: | Ofbeldi gegn konum er stór og útbreiddur vandi. Í þessari ritgerð verður fjallað um morð á konum á Íslandi á árunum 2000 til 2021. Frá aldarmótunum 2000 til 2021 hafa 13 konur og tvær stúlkur verið myrtar á Íslandi. Fjórtán mál hafa verið upplýst og gerendurnir sóttir til saka eða fengið viðeigandi aðstoð á stofnun vegna geðrænna vandkvæða. Rannsóknin er byggð á dómum sem birtir voru á heimasíðu Hæstaréttar ásamt frétta tilkynningum um manndrápin og þau síðan greind út frá klassískum, pósitífískum og feminískum kenningum. Spurningum sem leitað er svara við eru hver einkenni manndrápa á konum á Íslandi sé, hvar og hvenær konur ertu myrtar og af hverjum. Einnig verður svarað spurningum um gerendurna, hver dómsúrskurður þeirra var og hvers vegna þeir myrtu konurnar. Aldursbil fórnarlambanna var frá fimm mánuðum til 60 ára og aldursbil gerendanna frá 22 til 64 ára. Níu karlar fengu fangelsisdóm og var meðal lengd fangelsisdóma var 14,3 ár. Einhver tengsl voru á milli allra þolenda og gerenda, nema í tveimur tilfellum. Flest morðin gerðust yfir helgartímann, frá föstudegi til mánudagsmorguns að næturlagi. Fjórar konur og ein stúlka voru stungnar til bana og fjórar konur dóu í kjölfar kyrkingar. Önnur dánarorsök voru höggáverkar, hristingur og drukknun, skotsár og fall fram af 10. hæð í blokk.
|