„Ég heyri raddir“ Skilningur á orsökum og viðbrögð einstaklinga við óhefðbundnum andlegum upplifunum

Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu einstaklinga sem standa í stríði við erfiðar andlegar áskoranir, eins geðhvörf og geðklofa, eða glíma við óhefðbundnar upplifanir eins og að heyra raddir, sjá sýnir eða þola annarskonar skynjanir. Markmiðið var að ræða við einstaklinga úr tveimur mismunan...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Grétar Björnsson 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37944
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu einstaklinga sem standa í stríði við erfiðar andlegar áskoranir, eins geðhvörf og geðklofa, eða glíma við óhefðbundnar upplifanir eins og að heyra raddir, sjá sýnir eða þola annarskonar skynjanir. Markmiðið var að ræða við einstaklinga úr tveimur mismunandi hópum með mismunandi skilning á örsökum andlegra erfiðleika sinna og bera saman. Samanburðurinn þjónaði þeim tilgangi að sýna fram á að mismunandi skilningur á orsökum andlegra erfiðleika stýrir ólíkum viðhorfum til bata og viðbrögðum til þess að ráða bót á vanda sínum. Í fyrri hópnum sem var rætt við voru einstaklingar úr samtökunum Hearing Voices Iceland. Markmið Hearing Voices Iceland samtakanna er að veita fólki með óhefðbundnar upplifanir öruggt umhverfi til þess að vinna þær á ósjúkdómsvæddan hátt, opna umræðuna um fólk með þessar upplifanir og berjast gegn fordómum. Flestir félagar samtakanna líta á upplifanir sínar sem eðlilegar og geðræna erfiðleika sína sem eðlileg viðbrögð við óeðlilegu ástandi. Í hinum hópnum voru einstaklingar sem hafa verið greindir með geðklofa og gangast við læknisfræðilegum útskýringum á ástandi sínu. Rannsóknin fór þannig fram að tekin voru alls átta viðtöl við valda einstaklinga úr þessum tveimur hópum, fjögur við einstaklinga úr Hearing Voices Iceland samtökunum og fjögur við einstaklinga sem aðhyllast læknisfræðilegar útskýringar. Til þess að fanga kjarna rannsóknarinnar var notast við rannsóknarspurninguna: Hvernig skildu einstaklingarnir orsök geðrænu erfiðleika sinna og/eða upplifana, hvað hafði áhrif á þennan skilning, hvaða áhrif hafði þess skilningur á viðbrögð einstaklinga til þess að ráða bót á vanda sínum og hvað augum líta þeir bata frá geðrænum erfiðleikum sínum? Auk þess var rætt við Auði Axelsdóttur um mismundi stefnur og strauma í geðheilbrigðiskerfinu. Niðurstöður voru á þá leið að hér var um mjög ólíka einstaklinga að ræða sem höfðu mjög ólíka reynslu af upplifunum og veikindum. Þeir höfðu þó það flestir sameiginlegt að hafa orðið fyrir áföllum og öðrum ...