Handritalykill: Kennslumyndbönd í lestri íslenskra miðaldahandrita

Greinargerð þessi ásamt meðfylgjandi handriti að kennslumyndbandi eru lokaverkefni til MA-prófs í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Kennslumyndbandið er það fyrsta í röð myndbanda, kallað einu nafni Handritalykill, sem er námskeið fyrir almenning í lestri íslenskra miðaldahandrita frá tí...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fjóla K. Guðmundsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37927
Description
Summary:Greinargerð þessi ásamt meðfylgjandi handriti að kennslumyndbandi eru lokaverkefni til MA-prófs í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Kennslumyndbandið er það fyrsta í röð myndbanda, kallað einu nafni Handritalykill, sem er námskeið fyrir almenning í lestri íslenskra miðaldahandrita frá tímabilinu 1250–1350. Í greinargerðinni er farið yfir samspil hugvísinda og tækniþróunar í gegnum tímann, sem og samband háskólasamfélagsins við almenning. Sýnt verður fram á að áhugi á því að læra lestur íslenskra miðaldahandrita er þó nokkur og að leikmenn sem hafa ekki þekkingu á handritafræðum eru þar ekki undanskildir. Námskeið um miðaldahandrit hér á landi eru þó öll kennd á háskólastigi og má því teljast ljóst að efnið er ekki öllum aðgengilegt. Finna þarf nýja nálgun til þess að bjóða áhugasömum leikmönnum upp á að fræðast um efnið. Í Handritalyklinum sameinast fræðilegur grunnur og tæknileg miðlun með það markmið að opna heim handritanna fyrir almenningi. Í námskeiðinu verður notast við hreyfimyndir og gagnvirkar aðferðir til þess að setja upp líflegar og áhugaverðar kennslustundir sem verða öllum aðgengilegar á vefnum. Sýnt verður fram á að slík myndbönd hafi jákvæð áhrif á námsárangur og að þau muni því reynast vel fyrir sjálfsnám í handritalestri. This paper, along with the accompanying script for an instructional video, is a final project for a master’s degree in Applied Studies in Culture and Communication at the University of Iceland. The instructional video is the first in a series of videos, collectively named The Manuscript Key (Handritalykill), which is an educational course intended for the general public. The course teaches the reading of Icelandic medieval manuscripts from the period 1250–1350. The paper examines the interplay between the field of humanities and technological advancement, as well as the relationship between the academic community and the public. The paper demonstrates that there is considerable interest in learning to read Icelandic medieval manuscripts, including among people ...