Er þjóðhagslega hagkvæmt að lengja fæðingarorlof?: Kostnaðar- og ábatagreining.

Hér er kostnaðar- og ábatagreining á lengingu fæðingarorlofs. Miðað er við stöðuna árið 2018 þegar fæðingarorlofslengdin var 9 mánuðir. Mat er gert á því hvort að þjóðhagslega hagkvæmt sé að lengja fæðingarorlofið um einn mánuð. Kostnaðurinn er byggður á meðalgreiðslum Fæðingarorlofssjóðs á hvern fæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birgir Urbancic Ásgeirsson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37835
Description
Summary:Hér er kostnaðar- og ábatagreining á lengingu fæðingarorlofs. Miðað er við stöðuna árið 2018 þegar fæðingarorlofslengdin var 9 mánuðir. Mat er gert á því hvort að þjóðhagslega hagkvæmt sé að lengja fæðingarorlofið um einn mánuð. Kostnaðurinn er byggður á meðalgreiðslum Fæðingarorlofssjóðs á hvern fæðingarorlofsmánuð. Ábatinn er tvíþættur. Annars vegar þjóðhagslegur ábati vegna minni eftirspurnar eftir dagforeldrum. Hins vegar ábati vegna greiðsluvilja foreldra. Hann er fundinn út frá fórnarkostnaði foreldra við orlofstöku í kjölfar fæðingar barna. Fórnarkostnaður foreldra byggir á tekjumissi því fæðingarorlofsgreiðslur eru lægri en laun, sumir nýta ekki allt fæðingarorlofið og hluti foreldra er heimavinnandi tímabilsbundið eftir að fæðingarorlofi lýkur. Fórnarkostnaðurinn byggir á gögnum sem tengja saman fæðingarorlofslengd við tekjur, annars vegar tekjur einstaklings og hins vegar tekjur heimilis. Niðurstaðan er að nettó ábati við lengingu fæðingarorlofs um einn mánuð er neikvæður sem bendir til þess að lengingin sé þjóðhagslega óhagkvæm. Nettó kostnaðurinn er á bilinu 600-700 milljónir kr. eftir því hvort byggt er á tekjum einstaklings eða heimilis. Næmnigreining sýnir þó að formerki ábatans getur snúist við í ákveðnum sviðsmyndum og því ber að taka niðurstöðunum með fyrirvara. Þrátt fyrir þessar niðurstöður skal hafa í huga að heildargreiðsluvilji foreldra vegna 10 mánaða fæðingarorlofs er meiri en heildarkostnaður. Mikilvægt er að vel unnar kostnaðar- og ábatagreiningar séu hafðar til hliðsjónar þegar ákvarðanir um stefnur hins opinbera í fæðingarorlofsmálum eru teknar. Frekari rannsóknir munu varpa skýrara ljósi á ábataþátt fæðingarorlofs sem getur einnig breyst með tíðaranda. This is a cost-benefit analysis of an extension of paid parental leave in Iceland. The basic scenario is the situation in 2018 with 9 months of paid leave. It is assessed if extending the parental leave to 10 months is good economics. The cost-calculation is based on average payments from the Maternity/Paternity Leave Fund per ...