Effects of fish protein hydrolysate-enhanced live prey on cod (Gadus morhua L.) larval development : protein expression and stimulation of selected innate immune parameters

Þorskeldi er vaxandi atvinnugrein á Íslandi en hefur þó ekki gengið sem skyldi, meðal annars vegna mikilla affalla og slakra gæða lirfa og seiða á fyrstu stigum eldisins. Ónæmiskerfi þorsklirfa er lítið þroskað við klak og þurfa lirfur því að reiða sig eingöngu á ósérhæfða ónæmissvörun fyrstu mánuði...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hugrún Lísa Heimisdóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:English
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37819
Description
Summary:Þorskeldi er vaxandi atvinnugrein á Íslandi en hefur þó ekki gengið sem skyldi, meðal annars vegna mikilla affalla og slakra gæða lirfa og seiða á fyrstu stigum eldisins. Ónæmiskerfi þorsklirfa er lítið þroskað við klak og þurfa lirfur því að reiða sig eingöngu á ósérhæfða ónæmissvörun fyrstu mánuðina, eða þar til sérhæfða ónæmiskerfið hefur náð fullum þroska. Fyrri rannsóknir gefa vísbendingar um að auðgun fæðudýra með fiskpeptíðum hafi jákvæð áhrif á vöxt og þroska þorsklirfa ásamt því að örva lykilþætti í ósérhæfðu ónæmissvari þeirra. Megin markmið verkefnisins var því að leita leiða til að efla ósérhæft ónæmissvar lirfa sem og að þróa áreiðanlegar aðferðir til að meta hvort auka megi gæði lirfa við mismunandi fóðrun. Markmið verkefnisins var einnig það að greina hvort auðgun fæðudýra með fiskpeptíðum hefði mismunandi áhrif á lirfur af villtum samanborið við eldisuppruna og þá í hverju sá munur mögulega fælist. Markmið verkefnisins var ennfremur að setja upp aðferðir próteinmengjagreiningar við Háskólann á Akureyri og aðlaga til greiningar á tjáningu próteina í meltingarvegi þorsklirfa á fyrstu þroskaferlum. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að aðferðir próteinmengjagreiningar geti verið hentug leið til að kanna áhrif meðhöndlunar á próteinframleiðslu í meltingarvegi þorsklirfa. Niðurstöður próteinmengjagreiningar sýndu að flest þau prótein sem greind voru tengjast einmitt þroska og vexti lirfanna. Eldistilraunirnar gáfu þó ekki tilefni til að ætla að þroski eða vöxtur meðhöndlaðra lirfa væri betri en þeirra ómeðhöndluðu. Niðurstöður ónæmisvefjalitunar benda til þess að auðgun fæðudýra með ufsapeptíðum leiði til hraðari þroska og bættra gæða lirfa og geti þannig haft jákvæð áhrif á fyrstu stigum eldisins. IgM og lýsósím greindust í öllum meðhöndluðum lirfum og var svörunin mun sterkari og jafnari í meltingarvegi og á yfirborði meðhöndlaðra samanborið við ómeðhöndlaðra lirfa. Niðurstöður gefa jafnframt vísbendingar um að auðgun fæðudýra með fiskpeptíðum stuðli að sterkbyggðari vefjalögum og hafi þannig ...