Eru inngrip í náms- og starfsráðgjöf hagkvæmur kostur? Kostnaðar- og ábatagreining á starfsfræðslu inngripi

Brotthvarf úr framhaldsskóla er hátt hérlendis miðað við þau lönd sem við berum okkur saman við. Ýmis inngrip, til dæmis náms- og starfsfræðsla, geta dregið úr brotthvarfi. Kostnaður við brotthvarf hérlendis hefur verið metinn en ekki hefur verið skoðað hvort fjárhagslegur ábati sé af inngripum sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eva Hlín Samúelsdóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37776
Description
Summary:Brotthvarf úr framhaldsskóla er hátt hérlendis miðað við þau lönd sem við berum okkur saman við. Ýmis inngrip, til dæmis náms- og starfsfræðsla, geta dregið úr brotthvarfi. Kostnaður við brotthvarf hérlendis hefur verið metinn en ekki hefur verið skoðað hvort fjárhagslegur ábati sé af inngripum sem er ætlað að draga úr brotthvarfi. Hver brotthvarfsnemi kostar rúmlega 17 milljónir króna (eftir núvirðingu) og er því til mikils að vinna að finna leiðir til úrbóta. Kostnaðar-ábatagreining á inngripi í formi starfsfræðslu sem var framkvæmt hérlendis árið 2007 með góðum árangri, sýndi fram á að það virðist vera kostnaðarhagkvæmt. Það er að segja - að kostnaðurinn við inngripið er það lítill að ekki þarf að forða mörgum ungmennum frá brotthvarfi til að spara fjármuni til lengri tíma. Í raun er það svo að þegar reiknað er með árangri upp á rétt rúmlega hálft prósent, er það samt sem áður hagkvæmt, en ábatinn er 6,5-faldur ef miðað er við 30 nemenda hóp. Þá má ekki gleyma því að svona inngrip gagnast öllum nemendum vel, ekki bara þeim sem eru í brotthvarfshættu. Svona inngrip eru kostnaðarhagkvæm og góð íhlutun fyrir alla nemendur og því er mikilvægt að náms- og starfsráðgjöfum gefist tími til að framkvæma slík inngrip. Þessar niðurstöður geta vonandi orðið til þess að grunnskólar fái úthlutað meiri fjármunum til að ráða inn fleiri menntaða náms- og starfsráðgjafa þar sem þeir eru gjarnan með of mikið á sinni könnu, sem og með of marga ráðþega. Þetta veldur því að þeir hafa lítinn tíma til að sinna inngripum sem þessum, sem sýnt hefur verið fram á að geti dregið úr brotthvarfi á hagkvæman hátt. Aukning í stöðugildum getur vonandi orðið til að forða fleiri ungmennum frá því að hverfa frá námi og þar með auka framtíðarmöguleika þeirra. Student dropout or early school leaving is quite high here in Iceland compared to the countries we usually compare ourselves with. There are interventions, such as educational and vocational interventions, that can help reduce dropout. The cost of each dropout student here in Iceland has ...